Fyrir dóm

Þetta mál á að fara fyrir dómstóla - núna.
mbl.is Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samfylkingin óttast ekkert eins mikið og að málstaður íslensku þjóðarinnar, verði ofan á fyrir dómstólum.

Utanríkisráðherra, sagði á þingi í gær það sem reyndar flestir hafa bent á. Það er að neyðarlögin haldi. Með öðrum orðum, að sá málflutningur Breta og Hollendinga, að þeim hafi verið mismunað með neyðarlögunum stenst ekki. Auk þess sem að fram hefur komið, að Ríkissjóði, er einfaldlega bannað að ábyrgjast greiðslur vegna Icesave.

 Hæstvirtur utanríkisráðherra, fer síðan með orð sín út í móa, þegar hann fer að tala um að verði dómsorð eitthvað í þá veru og hann lýsti, að þá myndu forgangsákvæði Icesavesamningana ekki halda!!!!!  Þannig að aðrir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans, gætu því fengið meira upp í kröfur sínar, sem að leiddi svo til þess að Bretar og Hollendingar, fengju minna upp í kröfur sínar.  Sem að þyddi svo að Íslendingar þyrftu að borga Bretum og Hollendingum meira.   Hvað er maður inn að meina?  Er honum það ekki ljóst að þegar og ef að málið fer fyrir dómstóla, þá eru ekki samningar í gangi við Breta og Hollendinga um einhverjar forgangskröfur eða eitthvað annað?  

 Svo hlýtur það auðvitað að koma til alita hjá öðrum kröfuhöfum bankans, að verði gerðir samningar vegna Icesave, í þeim dúr er fyrri samningar hafa verið, hvort að þeir kröfuhafar fari ekki í mál, vegna ójafnrar stöðu krafna þeirra?    Úr því að ríkisábyrgð á Icesavegreiðslur er bönnuð samkvæmt reglum ESB, þá hljóta samningar um slíkt að vera bannaðir.  Forgangsröðun krafna samkvæmt ólöglegum samningi, stenst því varla lög.

 Það er því ekki órólega deildin, stjórnarandstaðan, forsetinn eða þjóðin sem er að þvælast fyrir íslenskum þjóðarhag, heldur pólitísk þráhyggja Samfylkingarinnar.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.9.2010 kl. 12:55

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá ykkur - EN ágæti Kristinn Karl - ég er farinn að fá óbragð í munninn þegar ég heyri eða les HÆSTVIRTUR RÁÐHERRA. Í alvöru - þetta er orðið öfugmæli.

En ef þetta ráðherralið hefði þína yfirsýn í málunum værum við betur á vegi stödd.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.9.2010 kl. 13:27

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég ætlaði nú ekki að valda ógleði eða óbragði í munni síðueigenda, með þessari orðanotkun, sem sett var fram, frekar í háði, en alvarlegri meiningu.

Líklegast bara meðvirkni, að þegar maður skrifar um fíflaganginn á honum Össuri, þá detti maður sjálfur í fíflagang, eins þennan með þessari orðanotkun.

 Undirritaður biðst forláts.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.9.2010 kl. 13:56

5 identicon

Ekki veit ég hvaða bragð Samfylking hefur í munninum, en hræddur er ég um að bragðið af úrskurði ESA verði beiskt. Þangað stefnir málið nú, og ef marka má forúrskurð stofnunarinnar þá snýst málið helst um það hvort okkur ber að greiða bara lágmarkstrygginguna eða allan reikninginn.

Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 14:02

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Greiðslur vegna Icesave, eða kröfur vegna þeirra, byggjast helst á þeirri kröfu, að neyðarlögin hafi verið óheimil og þau brotið gegn jafnræðisreglu.

 Flest bendir hins vegar til þess að neyðarlögin standi fyrir dómi á þeim forsendum og stjórnvöld hafi haft neyðarrétt, til þess að vernda íslenskt samfélag.  Hefðu t.d. neyðarlögin ekki verið sett, þá hefði ekki verið hægt að nota greiðslukort hér í einhvern tíma, svo eitthvað sé nefndt.

 Hvað varðar hugsanlega ranga upptöku á regluverki vegna Tryggingasjóðs innistæðu eigenda, hljóta þau rök að standa en, fyrir utan það að upptakan var gagnrýnislaus í áratug, að samkvæmt reglum ESB þá gilda ákvæði um tryggingarsjóðinn eingöngu við falls eins banka, en ekki við allsherjar banka og kerfishrun.

Aftur á móti er það undirliggjandi hótun Breta og Hollendinga, dyggilega studd af ESB og AGS sú, að ef Íslendingum, láti sér detta það í hug, að leita réttar síns í málinu og krefjast þess að það verði leyst samkvæmt lögum, þá hafi þeir verrra af.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.9.2010 kl. 14:32

7 identicon

Eina sem við höfum í höndunum er álit ESA, sem mun væntanlega skera úr í þessu máli ef það kemur til dóms. Það gefur ekki góð fyrirheit þannig að ég efast um að Bretar, Hollendingar óttist mjög niðurstöðurnar -- og ég get nú ekki séð að ESB eða AGS eigi nokkurra annarra hagsmuna að gæta í þessu máli en það að það verði leyst.

Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband