Stund hefndarinnar
11.9.2010 | 22:22
Það var bjart yfir SJS í dag -
Loksins kominn möguleiki á því að refsa fyrir öll árin sem hann var í stjórnarandstöðu.
Viljayfirlýsingin fellur í skuggann af umræðunni um Landsdóminn - Icesave umræðan verður aukaatriði - ekki hvarflar að neinum að Jóhanna hafi verið á ráðherrastól í sömu stjórn og fólkið sem hún vill láta höggva núna
Minn tími mun koma sagði hún - gleðin er takmarkalaus - gleymdur er Seðlabanki - gleymd eru ummæli sem hitta hana sjálfa fyrir í dag - gleymd eru ósannindin sem hún/þau hafa skellt framan í þing og þjóð - og fleira er gleymt sem er eldra - jafn gamalt og stjórnin sem hún sat í fyrir mörgum árum sem félagsmálaráðherra.
Núna er gaman - núna skal refsa -
Og Jón Ásgeir leikur á sína fiðlu og lofar stjórnina í fjölmiðlum sínum - þessi umræða felur umræðuna um þjófnað hans upp á hundruðir milljarða skv. skilanefndunum - og þá á hann líka fé fyrir Samfylkinguna.
Já - siðbótin nær ekki til allra - enda - sumir eru jafnari en aðrir. Jóhanna og SJS leika á sínar fiðlur á meðan þjóðin öll brennur.
Þess má geta að Ísland virðist ætla að vera eina landið sem fer í galdraofsóknir á hendur fyrrverandi (sumum) ráðamönnum -aðrar þjóðir einbeita sér að uppbyggingu.
Reynir á ákvæði stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sæmir þér ekki sem stjórnmálamanni með ríka réttlætiskennd að ræða um hefndir.
Í þessum málum er og verður ekki hægt að hefna neins. og það er ekki það sem þjóðin þarf á að halda að menn reyni það.
kveðja
Kristbjörn Árnason, 11.9.2010 kl. 22:28
þetta er ekki til - ekki lagabókstafur annað en "speculations" þar sem hann er ekki til - þetta fellur um sjálft sig nema þá að þeir "seku" meintu "seku" séu dregnir fram fyrir dóm alþýðunnuar - svo verður ekki svo mikið er víst
galdraland er bara í bókum
Jón Snæbjörnsson, 11.9.2010 kl. 22:56
Ágæti Kristbjörn - segðu Jóhönnu og SJS þetta - ég er þér hjartanlega sammála - hefndaraðgerðir eru EKKI það sem þjóðin þarf.
Sjálfstæðismenn hafna þessum ofsóknum sem við - ein þjóða - beitum fyrrverandi ráðherra -
lærum frekar af þessu öllu og byggjum upp -
Hvað sérstakur ríkissaksóknari gerir í málum útrásarliðsins er allt annað mál.
Jón - það er málið - dómur alþýðunnar - dómur alþýðunnar féll líka Kristi í óhag á sínum tíma -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.9.2010 kl. 23:11
Það var nú yfirstéttin í Ísrael sem stjórnaði því að Jesú var negdur upp. Það voru þeirra menn sem hrópuðu úr mannfjöldanum. Eða eins og þú veist, að þá var samningur milli rabbíanna og Pontíusar, bak við tjöldin.
Stjórnmálamenn á Íslandi og þeirra flokkar verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. En það má ekki negla þá upp beinlínis, heldur er nauðsynlegt að þeir sem gerðust sekir um óeðlilega stjórnsýslu fái áminningu
Kristbjörn Árnason, 12.9.2010 kl. 09:41
Stjórnsýsla er flókið mál -
Ég var að lesa frétt um Geir - þar kemur fram að hann prentaði út skýrslu af netinu sem hann hefði sem ráðherra átta að fá ári fyrr.
Það hlýtur að vera snúið að stjórna ef embættismenn liggja á nauðsynlegum upplýsingum sbr. lögfæðiálitin vegna lánanna sem fræg urðu þegar enginn ráðherra á að hafa séð þau - en lögmenn voru í e mail sendingum sín á milli.
Kanski þarf að skerpa á skyldum embættismanna - nú eða draga verulega ú völdum þeirra sem í dag eru gífurleg.
Og þá er komið að lokaorðum þínum hér á undan - og - hvar er óeðlilega stjórnsýslan - er hún hjá ráðherrunum eða embættismönnunum?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.9.2010 kl. 13:34
Það er ýmislegt sem þarf að laga félagi. Ef t.d Geir Hefði verið hættur hefði næsti ráðherra lent í þessu.
Hún liggur hjá hjá embættismönnum að mínu mati og einnig hjá flokki sem hefur stjórnað áratugum saman.
Það er alveg sama hvaða flokkur það væri og sama fyrir hvaða stefnu hann kynnir sig, þá myndi þessi staða koma upp og embættismenn eru þá orðnir hluti að þessu valdakerfi flokksins.
Flokkurinn verður að hreinsa út.
Kristbjörn Árnason, 12.9.2010 kl. 13:42
Ágæti Kristbjörn. Fyrirgefðu seinaganginn -
Embættismenn virðast vera einhverskonar ríki í ríkinu og lifa sjálfstæðu lífi.
Geri þeir mistök er ráðherrann hengdur - geri þeir vel er þeim hælt þessi lifandis ósköp innan kerfisins og ef þeir mæta sæmilega til vinnu þá fá margir þeirra orður fyrir "embættisstörf".
Semsagt fyrir það að mæta til starfa.
Ég minnist þess ekki að verkafólk hafi fengið orður fyrir það að mæta í vinnuna - nú eða verlunarmenn - smiðir - múrarar - rafvirkjar o.sv.frv.
En aðallinn sér um sig - það er kanski þessvegna sem ofstopinn kemur upp á yfirborðið þegar sá möguleiki er fyrir hendi að "negla" eitthvað af þessu fólki.
Spurningin er hinsvegar þessi - er verið að hengja bakara fyrir smið og hin líka - hversvegna þessi 4?
Bestu kveðjur til þín
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.9.2010 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.