Hreinræktuð skömm
18.9.2010 | 08:56
Þetta flokkast undir atvinnuuppbyggingu og gengur því þvert á stefnu stjórnvalda.
Þetta skerðir innflutning á olíu og er þarafleiðandi væntanlega gjaldeyrissparandi - sem er þvert á stefnu stjórnvalda.
Þetta virðist vera skynsamlegur kostur - sem gengur þvert á skilning stjórnvalda.
Svandís - treysti þér til þess að stöðva þetta. (Umhverfismat - staðsetningarmat o.fl.).
Staðsetningin er skynsamleg - og það getur ekki gengið.
Risaverksmiðja í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta verður að stöðva.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.9.2010 kl. 09:30
Þetta er of mikið happastrá fyrir Samfylkinguna. Það hlýtur að vera hægt að stöðva þetta.
Geir Ágústsson, 18.9.2010 kl. 09:53
Það eru 60 % af þjóðinni sem vill losna við þessa stjórn..
Guðmundur Friðrik Matthíasson, 18.9.2010 kl. 11:00
Leiðrétting það er um 70% þjóðarinnar sem vill losna við stjórnina!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 11:17
Ég held að það sé að minnstakosti 75% sem eru þeirrar skoðunar orðið
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.9.2010 kl. 12:05
Varðandi þessa framkvæmd tel ég með miklum ólíkindum að ESB sinnaðir Sjálfstæðismenn séu á móti henni. Flokkurinn er að rembast við að fá stjórnvöld til þess að "koma hjólum atvinnulífsins í gang " en gengið það illa.
Það er með ólíkindum ef 25 - 30% þjóðarinnar vill halda í brotinn mann í fjármálaráðuneytinu - skapanorn í forsætisráðuneytinu - snargalinn kvenmann í umhverfisráðuneytinu - og útúr ruglaðann mann í utanríkisráðuneytinu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 12:16
Ekki gleyma hver er innvinklaður í eitt stærsta mafíuveldi Íslands...N1, sem hefur lítinn hag af því að eitthvað annað verði í boði en svarta gullið.
Ellert Júlíusson, 18.9.2010 kl. 12:52
Reyndar held ég að hin 25% sjái að það er enginn sem er betri heldur til að taka við af þessum vitleysingum. Þetta er allt sömu vitleysingarnir. Þannig að ég held ekki að 25% sé á móti stjórninni, heldur bara búinn að gefa stjórnarhættina upp á bátinn og segja: f$%k it, mér er sama. Persónulega finnst mér þau hafa klúðrað nánast öllu sem þau hafa snert, þessi stjórn. En hvað annað er í stöðunni? Hverjir á þingi munu gera betur? Hverjir sem eru ekki á þingi gætu gert betur? Hvar eruð þið? Okkur vantar ykkur, hetjur Íslands! Hvar er kapteinn Ísland þegar maður þarf á honum að halda?
Sigurður Jökulsson, 18.9.2010 kl. 13:42
Ellert - ég fullyrði að heildarhagsmunirnir sitji í fyrirrúmi hjá Bjarna Benediktssyni - annars veit ég ekki hvort hann á eitthvað í N1 ennþá.
Varðandi framhaldið - ég vil sjá hvað Bjarni kynnir á næstunni - verði það eitthvað bitastætt endurtek ég KOSNINGAR STRAX - reyndar segi ég nú þegar KOSNINGAR STRAX.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 16:31
Elías Hansson, 18.9.2010 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.