Vanþekking Vilmundar Jósefssonar

Vanþekkingin er Vilmundar sem heldur enn að þessi stjórn vilji byggja upp hér á landi -

Stefna ríkisstjórnarinnar er í fullu samræmi við áætlanirnar um að keyra hér allt á hausinn - endanlega.

Þessi vinna þeirra gengur vel og Vilmundi væri nær að átta sig á þessari staðreynd.

Brambolt hans og annara sem koma að þessum málum er dæmt til að mistakast á meðan þessi stjón situr. Uppbyggingarhjal hans fellur eins og regndropi af skjaldborginni sem ríkisstjórnin er búin að byggja um sig.


mbl.is „Lýsa ótrúlegri vanþekkingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er til lítils að elta ólar við ofstæki þitt en ætla þó að benda þér á að slíkur málflutningur eins og frá þér kemur er skaðlegur, þú ert í hópi bloggaranna sem keppast við að níða allt niður í svaðið.

Að láta sér detta í hug að við völd sitji Ríkisstjórn sem vilji keyra allt á hausinn veit ég að þú jafnvel skilur að er eintómt bull. Núverandi Ríkisstjórn tók við versta búi sem nokkur Ríkisstjórn Íslands  frá upphafi tók við, hefurðu ekki gert þér það ljóst?

Þessi Ríkisstjórn hefur tekist á skömmum tíma að reisa margt við en verkefnið er yfirgengilegt.

Aðeins ein vísbending til þín í von um að þú farir að ræða mál af yfirvegun og með rökum. Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað úr 18% niður í 6, 25% á starfstíma þessarar Ríkisstjórnar. Þetta sýnir að margt er á betra vegi í þjóðlífinu. 

Ég vona fyrir þína hönd að þú farir að láta skynsemina ráða, segir kost og löst á hlutum, sért jákvæður þegar þér finnst ástæða til og harður í gagnrýni með rökum.  Hættu að horfa á þjóðlífið með pólitískum gleraugum. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.9.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það liggur við að ríkisstjórnin hafi sett saman ráðgjafanefnd um hvernig á að svæfa hagkerfi endanlega. Ráðleggirnar slíkrar nefndar hefðu verið:

  • Hækka allar skattprósentur
  • Flækja allar tegundir skatta með þrepum, undanþágum og sérákvæðum
  • Innleiða nýja skatta
  • Viðhalda stærð hins opinbera
  • Taka gríðarstór lán til að fjármagna hallarekstur hins opinbera
  • Skipta oft um ráðherra einstakra málaflokka
  • Leggja megináherslu á mál sem koma endurreisn hagkerfisins lítið við
  • Henda inn einni ákæru eða tveimur
  • Eyða öllu púðrinu í að finna blóraböggla úr fyrri ríkisstjórnum
  • Fæla erlenda fjárfesta frá landinu
  • Hræra í undirstöðuatvinnugreinunum og setja rekstrarskilyrði þeirra í uppnám

Ríkisstjórnin er svo sannarlega ríkisstjórn framkvæmda - á þessari áætlun!

Geir Ágústsson, 23.9.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður Grétar - lestu blogg Geirs Ágústssonar - þú gætir lært af því.

Það eru ekki pólitísk gleraugu að sjá að það að fæla erlenda fjárfesta frá landinu stuðlar EKKI að uppbyggingu.

Það er ekki að horfa á hlutina í gegnum pólitísk gleraugu að fullyrða það ( að fenginni margra ára reyslu ) að hátekjuskattur dregur úr tekjum ríkissjóðs.

Það er heldur EKKI ..................    að gera sér grein fyrir því að skattahækkanastefnan dregur máttinn úr þjóðinni - það er ekki bæði hægt að nýta peninginn í skattgreiðslur og uppbyggingu.

Það er heldur EKKI ...................  að halda því fram að það sé fáviska að vilja ekki fara leið Sjálfstæðisflokksins varðandi lífeyrissjóðina -

það er heldur EKKI .................  að gagnrýna undirlægjuhátt stjórnarinnar gagnvart bretum - hollendingum og ags

Það er heldur EKKI .........................  að gagnrýna viljayfirlýsinguna ( sjá t.d. grein 18 í henni )

Viltu fleira?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.9.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Að láta sér detta í hug að við völd sitji Ríkisstjórn sem vilji keyra allt á hausinn veit ég að þú jafnvel skilur að er eintómt bull.

Versta við það er að Ólafur Ingi hefur margt sínu máli til stuðnings, hvað er það annað en niðurrif og eyðilegging það sem þessi núverandi ríkisstjórn er að gera, já það má vera að þau hafi tekið við handónýtu búi en þau vinna mjög harðan við því að grafa það endanlega í jörðu niður, besta dæmið er Icesave áráttan.

Þetta er orðin ansi gömul tugga að kenna sjálfstæðirflokknum og framsóknarflokknum um öll afglöp núverandi stjórnar, að þau verði að gera hitt eða þetta af því að sjálfstæðisflokkurinn eða framsókn gerði eitthvað, þau eru búin að vera í stjórn í um 2 ár og þessi afglöp sem þau eru að framkvæma eiga þau alveg skuldlaust sjálf, það er engum öðrum um að kenna en þeim sjálfum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.9.2010 kl. 12:15

5 identicon

Halldór, það verður aldrei gömul tugga að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum um þetta vegna þess að þeir bera ábyrgð á vandræðunum sem krefjast svo skelfilegra "úrbóta".

Hvenær ætla Íslendingar að skilja að það er kreppa? Héldu menn að það væri hægt að bara laga þetta? Það er hægt að gera það illskárra, en alls kyns óréttlátar og óþolandi aðgerðir verða nauðsynlegar í kreppum eins og þessum.

Þetta verður aldrei neinum öðrum stjórnmálaflokkum að kenna en Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, nema þá kannski Samfylkingunni að hluta til þar sem hún hefði átt að hafa hug til að breyta einhverju þegar hún gat, en hún er fyrst og fremst sek um afglöp. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn æptu eins og svín í sláturhúsi eftir því að bankakerfið yrði einkavætt og reglugerðir rýmkaðar, að ríkið kæmi sem minnst inn í kerfið. Þeir hunsuðu ALLA gagnrýni, ekki bara næstum því alla heldur 100% hennar, þeir hönnuðu, innleiddu og vörðu kerfið sem féll.

Þetta eru staðreyndir og eftir því sem ég fæ best séð eru þær óumdeildar.

Núh, hvað varðar þá hugmynd að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að koma öllum á hausinn, ég spyr, hvers vegna? Hvað gæti hún eða einstaklingar innan hennar hugsanlega grætt á því? Nú skal ég opna hugann upp á gátt og gefa mér að þetta sé spilltasta fólk á jarðríki... en ég skil ekki hvers vegna þau ættu að eyða tíma og orku í það eitt að koma öðrum á hausinn. Það er ekki eins og þau fái borgað meira fyrir það. Geturðu útskýrt?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:19

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Núh, hvað varðar þá hugmynd að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að koma öllum á hausinn, ég spyr, hvers vegna? Hvað gæti hún eða einstaklingar innan hennar hugsanlega grætt á því? Nú skal ég opna hugann upp á gátt og gefa mér að þetta sé spilltasta fólk á jarðríki... en ég skil ekki hvers vegna þau ættu að eyða tíma og orku í það eitt að koma öðrum á hausinn. Það er ekki eins og þau fái borgað meira fyrir það. Geturðu útskýrt?

Miðað við verk þessarar ríkisstjórnar þá leyfi ég mér að endurtaka eina setningu sem þú settir fram sjálfur, "Þetta eru staðreyndir og eftir því sem ég fæ best séð eru þær óumdeildar.", það ætti ekki að fara fram hjá neinum, Steingrímur beinlínis gólar út um allan heim viljann sinn til þess að troða mörg hundruð milljarða skuld á herðar almennings, almennings sem ber ekki að borga krónu fyrir þetta, hvað er það annað en að vilja öllum Íslendingum illt og koma þeim á hausinn?

Hefurðu ekki séð skattastefnuna hjá núverandi ríkisttjórn?, hvað er þetta annað en tilraun til að knésetja hvern einasta Íslending? í nafni nauðsynja út af einhverju óskilgreindu sem fyrrum stjórnarflokkar gerðu.

Annar punktur sem þú að vísu kemur inn á, þá virðast margir gleyma því að samfylkingin var í stjórn á þessum tíma, og á hún inni alveg helling í hruninu.

Hvers vegna er verið að eyða helling af skattpeningum í gælumál þegar þarf að skera niður og spara, er það kannski fyrri stjórn að kenna líka?

Manstu eftir þessum æðislegu skuldaaðlögunum sem hann Árni Páll setti fram til þess að "bjarga" heimilunum í landinu, það eina sem þetta gerir er að lengja á hengingarólinni og heldur viðkomandi í skuldafangelsi allt sitt líf, þvílík björgun.

Eru menn búnir að gleyma því hver það var sem vann mikið í þeim nefndum sem hönnuðu húsnæðislánasamninga og verðtrygginguna á sínum tíma sem er að sliga niður flest alla landsmenn, jú viti menn það var hæstráðandi í núverandi stjórn.!

Halldór, það verður aldrei gömul tugga að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum um þetta vegna þess að þeir bera ábyrgð á vandræðunum sem krefjast svo skelfilegra "úrbóta".

Þarna er ég þér bara alveg ósammála, núverandi ríkisstjórn verður að fara fullorðnast og taka ábyrgð á sínum eigin verkum, það er ekki hægt að kenna einhverjum öðrum um endalaust, það er staðreynd!

Þannig að jú ég leyfi mér alveg að halda því fram að Ólafur hafi margt sínu máli til stuðnings þegar ég held því fram að þetta virðist vera viljinn hjá núverndi stjórn að koma sem flestum á hausinn, þau eru nú eftir allt að vinna í meiri ríkisvæðingu, sem þýðist fyrir þau þannig að ríkið á allt!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.9.2010 kl. 14:43

7 identicon

Var að spá í að blanda mér í skrifin hérna.... en það eru fá svör við ofstæki og rökleysu, þannig að ég ætla að eyða tíma mínum í annað.

bm (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:05

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hlustaði nokkur á bandaríkjaforseta þegar hann sagði fyrir mörgum mánuðum síðan - - - þetta hófst með því að húsnæðiskaupendur í Florida gátu ekki staðið í skilum  og lauk með efnahagshruni á Íslandi.

Hrunið hér - ( dreg ekkert úr því að öðruvísi hefði mátt takast á við málin - svona eftirá séð ) hófst erlendis - bankarnir stóru Lehmanns o.fl. voru risarnir sem settu dominóið af stað. Glæpamennska bankaeigendanna hér var ótrúleg.

Eftirlistskerfið brást - en segið mér - nú ber lögreglu að halda uppi lögum og reglum í þessu landi - ef glæpamenn brjóta afsér og lögreglan kemst að því eftirá - á þá að kalla saman landsdóm yfir lögreglunni?

Hún hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.9.2010 kl. 15:10

9 identicon

Halldór:

Sko, Icesave verður borgað á einn eða annan hátt og það er ekkert stjórnmálaafl nógu óábyrgt (ekki einu sinni VG eða Borgarahreyfingin) til að svo verði ekki. Það er ekki einu sinni samningsatriði hvort við borgum eða ekki. Það er hinsvegar stórt spurningamerki hvernig við borgum og á hvaða skilmálum. En Icesave verður borgað sama hvað tautar og raular, sama hver er í stjórn, sama hversu ósanngjarnt það er og svo framvegis. Með fullri virðingu er sú hugmynd að annar möguleiki sé í stöðunni byggður á grundvallarvanþekkingu á bankakerfinu, sem er rotið inn að beini, jafnvel þegar allt er löglegt. Bankar endurlána út það sem þeim er lánað og halda eftir einungis brotabroti af innlánum. Það vekur upp spurninguna hvað gerist þegar stór banki fer í þrot... tjah, í stuttu máli hrynur allt fjármálakerfið og efnahagurinn eftirá, þess vegna ábyrgjar ríki skuldir banka sinna til þess að hægt sé að treysta þeim. Þetta er vissulega rotið og ósanngjarnt, en svona er þetta. Því verður ekki breytt eftirá. Við munum borga Icesave. Mér finnst eins og ég sé að rífast við einhvern um hvort við ættum að gefast upp eða ekki, þegar stríðinu er löngu tapað.

Gallinn er að bankar geta orðið "of stórir til að hrynja", eins og hagfræðingar segja. Svona lagað hefur gerst fjölmörgum sinnum í gegnum mörghundruð ára sögu bankastarfssemi. Það eru bara tvær leiðir: gjörsamlega tortíma efnahagskerfinu og valda kreppu að slíkri stærðargráðu að Íslendingar eigi erfitt með að ímynda sér. Kreppur geta orðið svo slæmar að fólk hafi ekki mat eða lyf. Hin leiðin er að ríkið ábyrgist bankana. Hún er ógeðsleg, óréttlát og óþolandi, en skömminni skárri en lyfja- og matarskortur. Ísland hefur aldrei þurft að halda uppi meira en 50.000 manns þar til um aldamótin 1900, og við einfaldlega getum ekki haldið landinu í byggð eftir að hafa byggt landið upp á erlendum fjárveitingum og viðskiptum við útlönd.

Það þreytir mig óendanlega að hugtök eins og "staðreynd" sé einfaldlega kastað eins og þau séu rök í sjálfu sér. Nú veit ég að þú hugsar sennilega að það sé það sem ég gerði. Staðreyndir eru slíkar að menn eru sammála um þær, ellegar eru þær ekki staðreyndir. Því spyr ég þig, ert þú ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi einkavætt bankana í þröngt eignarhald frekar en dreift eins og upprunalega var áætlað, að þeir hafi markvisst, meðvitað og með stolti brotið niður allt aðhald að fjármálakerfinu, að þeir hafi hunsað algerlega og 100% með öllu alla gagnrýni á kerfið, og að þeir hafi hannað, innleitt og varið kerfið fram að hruni? Ertu ósammála? Eru þetta ekki staðreyndir? Fræddu mig ef ég fer með rangt mál, því þetta veit ég ekki til þess að neinn neiti. Það er frekar hitt að menn einfaldlega hunsi þessar staðreyndir en að mótmæla þeim. Aftur, ég spyr þig, eru þetta ekki staðreyndir?

Samfylkingin ber þá ábyrgð að hafa sofið á verðinu. En hún innleiddi ekki, hannaði ekki, og varði ekki kerfið fram að hruni. Hún hætti að tala um það þegar hún fékk völd og það er vitaskuld vítavert, en hún kemst ekki nálægt Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum í ábyrgð. Hún er helsek um vítavert gáleysi og sjálfsblekkingu, og ég hef aldrei haldið öðru fram. Slíkt er eðli valds.

Þetta hérna þykir mér sérstaklega athyglisvert:

Hefurðu ekki séð skattastefnuna hjá núverandi ríkisttjórn?, hvað er þetta annað en tilraun til að knésetja hvern einasta Íslending? í nafni nauðsynja út af einhverju óskilgreindu sem fyrrum stjórnarflokkar gerðu.r

Jú, ég hef séð hana og mér sýnist hún innihalda ýmsar leiðinda breytingar sem því miður eru nauðsynlegar til þess að standa undan skuldum ríkisins. Það þykir mér alveg jafn ömurlegt og þér. Hvað varðar hið "óskilgreinda", þá hef ég hér að ofan nefnt helstu atriði sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn bera ábyrgð á. Þeir einkavæddu bankana í þjappaða aðild frekar en dreifða, þvert á við alla skynsemi og án þess að útskýra hvers vegna, þeir hönnuðu, innleiddu og vörðu af hörku kerfið sem fyrirsjáanlega hrundi, þeir hunsuðu öll viðvörunarorð, ekki bara flest, og þeir brutu niður öll regluverk sem virkilega voru bönkunum til trafala. Aftur spyr ég, eru þetta ekki staðreyndir? Er þetta ekki það sem gerðist samkvæmt þinni vitund?

Hvers vegna er verið að eyða helling af skattpeningum í gælumál þegar þarf að skera niður og spara, er það kannski fyrri stjórn að kenna líka?

Nú veit ég ekki hvaða gælumál þú átt við, en ef þau eru til stðaar, þá væri ég alveg sammála því að það þyrfti að skera niður í þeim eins og öllu öðru.

Þarna er ég þér bara alveg ósammála, núverandi ríkisstjórn verður að fara fullorðnast og taka ábyrgð á sínum eigin verkum, það er ekki hægt að kenna einhverjum öðrum um endalaust, það er staðreynd!

Þarna notarðu hugtakið "staðreynd" aftur á þennan undarlega máta. Hugtakið staðreynd þýðir ekki bara "með vissu". Þess vegna spyr ég þig aftur og aftur hvort þær staðreyndir sem ég minntist á áðan séu rangar. Ef þú ert sammála þeim, þá getum við kallað þær staðreyndir. Ef þú ert ósammála þeim, þá vil ég vita af því til þess að ég geti þá frætt þig um hvað gerðist og vitnað í sjálfa Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Samfylkingarmenn og Vinstri Græna frá árunum 1998-2008. Umræðan sem þá átti sér stað var milli hins svokallaða hægris, og hins svokallaða vinstris, um eðli bankastarfsseminnar og hvernig hún ætti að vera. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vörðu ekki bara undir rós, heldur með gríðarlegu stolti, það kerfi sem brást. Eina leiðin til að þú sért ósammála því er með því að annaðhvort búa í öðrum heimi en ég, eða með því að hafa ekki fylgst með stjórnmálum á þessum tíma. Hvort tveggja er í góðu lagi, en fyrst þarftu allavega að fullyrða að fyrrnefndar fullyrðingar mínar um þróun bankakerfisins á árunum 1998-2008 séu rangar.

Síðast en ekki síst breytist ekki fortíðin með því einu að menn tali mikið um hana. Ég tönnlast stanslaust á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna þess að það er augljóst af skrifum eins og þínum, að fólk var ekki að fylgjast með á þessum tíma og virkilega heldur að þetta sé ekki þeim að kenna. Ef íslenskir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn gætu troðið því inn í hausinn á sér að það var líka til pólitík á árunum 1998-2008, að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tjáðu sig sjálfir um bankakerfið og þessar breytingar væru æðislegar, þá get ég hætt að tala um það. En sagan breytist ekki við að ég þurfi endalaust að tönnlast á borðliggjandi, óumdeildum (eftir því sem ég fæ best séð) staðreyndum.

Hitler var ófreskja. Hitler var ófreskja. Hitler var ófreskja. Er Hitler núna minni ófreskja, eftir að ég hafi sagt það nógu oft? (Þetta er bara dæmi, ég er ekki að líkja neinum við Hitler eða nasista.)

Ólafur:

Þitt innlegg er aðeins upplýstara en það sem hefur komið á undan. Það er hárrétt hjá þér að hrunið byrjaði á fasteignamarkaði Bandaríkjanna. En eftir mörghundruð ár af alþjóðlegri bankasögu mátti vera fjáranum augljósara að hagkerfi taka kipp, og þá þarf að vera hægt að borga sínar skuldir með litlum fyrirvara. Það grundvallaratriði var ekki einu sinni tekið til umhugsunar á Íslandi, sem sýnir sig kannski best í þeirri staðreynd (rengdu mig, Halldór, segðu að þetta sé rangt) að þeir LÆKKUÐU bindiskyldu (sjá til dæmis http://en.wikipedia.org/wiki/Reserve_ratio til útskýringar) rétt fyrir hrun! Reyndar afnám Davíð Oddsson og Seðlabankagengið bindiskyldu yfirhöfuð á nokkrum tegundum lána, sem er slík geðveiki að ég veit ekki hvort þessir menn hafi örugglega kunnað að telja.

Eftirlitskerfið brást og þar ber Samfylkingin sök ásamt Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. En hrunið var óhjákvæmilegt miðað við kerfið sem við höfðum hérna uppi. Í fyrsta lagi var eftirlit talið óeðlileg ríkisafskipti, þökk sé hugarfari svokallaðra hægrimanna. Í öðru lagi var búið að afnema heilan helling af reglum sem voru ætlaðar til að hafa hemil á bönkunum.

Ég læt hér staðar numið, orðið gott í bili.

Halldór, rengdu mig. Einfaldlega fullyrtu að það sem ég nefndi sem staðreyndir sé rangt, þá hætta þær að heita staðreyndir, og þá veit ég allavega hvað ég eigi að segja við þig.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 18:05

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það eru sterk pólitísku gleraugun þín Ólafur Ingi þegar þú djöflast með kústinn til að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn og þá í leiðinni Framsóknarflokkinn. Orsökin að hruninu var grundvölluð með einkavæðingu bankanna, með því að þeir Davíð og Halldór létu hálfvita grassera í bönkunum og ræna þá innan frá. Þegar samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar tók við völdum var skaðinn skeður, það eru allir sem horfa raunsætt á atburðarásina sammála um. En vissulega átti ríkisstjórn Geirs Haarde að fletta ofan af einkavæðingu bankanna og glæpastarfsemi bankaræningjanna. Það hefði þýtt það að hrunið hefði orðið ári fyrr, haustið 2007. Líklega hefði það verið illskárra. Það er dapurlegt að sjá röksemdir þínar svo sem að ICESAve brjálæðið sé þessari Ríkisstjorn að kenna. Það voru brjálæðingarnir i Landsbankanum sem létu greipar sópa um sparifé Hollendinga og Englendina og hvað gerðu þeir við það fé, veit það nokkur?

Þú fullyrðir svo margt í þínu pólitíska moldviðri við það að hvítþvo Davíð og Halldór að það er ekki hægt að elta ólar við það. T. d. að tekin hafi verið lán til að borga halla á Ríkikissjóði, það er alrangt og það veistu vel. Öll lán fara í að styrkja  gjaldeyrisforða Seðlabamkans til að mæta hugsanlegum áföllum sem ég allavega vona að verði engin, þú óskar kannski hins gangstæða heyrist mér.

En þú mátt eiga það sem þú átt: Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram þá rótæka og snjallatillögu að taka skattinn af lífeyrissparnaði strax og skattstofninn verður til.

En hvað gerðist, þeir drógu sínar tillögur til baka kengbeygðir að lífeyrisjóðamafíunni og enginn þorði að ganga gegna henni.

Má ekki að vera að meira karpi enda tilgangslaust að eyða orðum á þá sem sjá allt hvít/svart með pólitískum gleraugum , en vissulega væri hægt að hrekja svo margt sem frá þér og skoðanabræðrum þínum kemur.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.9.2010 kl. 18:12

11 Smámynd: Hamarinn

Ólafur 112 er svarið.

Þú ert ekki í lagi.

Hamarinn, 23.9.2010 kl. 22:24

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Sigurður - ég er sannfærður um það að bandaríkjaforseti hafi ekki verið að verja einhvern stjórnmálaflokk á Íslandi.

Við - þú og ég - erum ósammála og það er bara í fínu lagi - ég tel reyndar að þín pólitísku gleraugu jafnist fyllilega á við mín. -

Það er líka ólíkt ánægjulegra að lesa rökstuddar skoðanir þínar en heimskuleg innskot einhvers sjúklings sem hefur ekkert fram að færa.

Sigurður - ég hvítþvæ engann - hvorki ráðamenn né aðra - mikil mistök voru gerð - bankarnir spiluðu líka með allt og alla - ég er hinsvegar ekki sannfærður um að það eigi að kæra fólkið sem er til umræðu í dag.

Reyndar tel ég það verulega varasamt - fordæmið yrði slíkt að hvaða viðtakandi stjórn sem er gæti saksótt fyrrverandi ráðherra - a.m.k. 4 núverandi ráðherrar væru þá í skotlínunni.

Förum varlega - útrásarliðið er mér sama um - mér er líka sama umþað að Ólafur Ragnar átti sinn þátt í þeim pakka - tökum bankakóngana - látum það duga - tökum ekki 5 reyndustu dómara Hæstaréttar frá störfum þar. Þeir eiga að fá frið til þess að dæma þá sem rændu þjóðina.

Það vaknaði spurning - ef við förum yfir á rauðu ljósi og erum sektaðir. Ber þá að draga lögregluna fyrir dóm fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir verknaðinn?

Þeir eiga jú að sjá til þess að við förum eftir umferðalögunum.

Bestu kveðjur Sigurður - hlakka til að heyra frá þér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.9.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband