Um að gera -

Þessi 4 fyrir Landsdóm núna - Steingrím og Jóhönnu í næstu viku ásamt Össuri - Gylfa og Árna Pál í vikunni þar á eftir. Svo malla þessi mál næstu 5 árin.

Þetta tryggir fjarveru 5 reyndustu dómara Hæstaréttar frá störfum í Hæstarétti (og dómstjórans í Reykjavík) næstu árin og Jón Ásgeir og co ganga lausir.

Hversvegna heldur fólk að þetta hafi verið niðurstaðan? Stanslaus áróður Baugsmiðla til þess að drepa niður umræður um mál JÁJ.

Hvenær verður upplýst um samsetningu skulda Jóns að upphæð 940 milljarðar sem hann sagði sjálfur frá á sínum tíma?

Samsetningu og stöðu þeirra mála í dag ber að upplýsia.

Hvar er fjölmiðlarnir?

 


mbl.is Yfir 60% vilja ráðherra fyrir landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er löngu búið að upplýsa um þetta, en það er ekki nema von að þú hafir ekki áttað þig á því.

Hamarinn, 26.9.2010 kl. 23:39

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Auðvitað á að rannsaka mál Jóns Ásgeirs, Jóhannesar (pabba hans), Hannesar Smárasonar, Bjarna Ármannssonar og allra þessara lúðulakka og dæma þá í þyngstu mögulegu refsingu náist að sanna þeirra mál. Þeir hafa vaðið yfir okkur á skítugum skónum og eru bara stoltir af því.

Sagt er að Landráðamaður sé sá sem reynir... nú eða tekst að koma Íslandi undir stjórn annars lands. Með hildarleik sínum hefur þeim svo að segja tekist það með því að koma landinu markvisst í allt að því gjaldþrot og undir stjórn Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. Við hefðum getað farið á hausinn og verið sett aftur undir Dani eða hver veit hvað.

Þessa menn á að dæma fyrir Landráð.

Hvað Landsdóm varðar finnst mér að það eigi að leiða hvern þann fyrir þann dóm sem í stöðu ráðherra eða þingmanna hefur látið fyrir farast að rækja skyldur sínar eða sem hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.

Ef þau sanna sakleysi sitt eru þau sterkari á eftir.

Ef ég ek óvart yfir á rauðu ljósi þarf ég að gjalda þess ef upp um mig kemst, jafnvel þó ég hafi ekki haft neitt slæmt í huga. Sama á að gilda um þau.

Ég myndi líka sjá Davíð, Halldór og Finn leidda fyrir Landsdóm, jafnvel þó mál þeirra séu fyrnd, því það væri áhugavert að sjá niðurstöðuna, jafnvel þó þeir fengju ekki dóm fyrir. Ég er ekki viss um að Halldór og Finnur kæmu vel út úr því.

Ef enginn verður leiddur fyrir Landsdóm eru það skilaboð til þeirra sem koma á eftir að þeir geti hagað sér að vild og þurfi engar áhyggjur að hafa. Það eru slæm skilaboð.

En þetta er það sem mér finnst hvað sem öðru líður :)

Baldur Sigurðarson, 27.9.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu Baldur -

Allir hafa rétt á að hafa skoðanir og setja þær fram - þá er ég að tala um rökstuddar skoðanir en ekki fúkyrðaflaum sem lýsir aðeins þeim sem setur hann frá sér - því miður eru nokkrir slíkir sjúklingar til sem eru ekki þess virði að sé svarað . Enda hef ég ekki þá sérþekkingu sem þarf til þess að hjálpa slíku fólki.

Ég get tekið undir margt af því sem þú setur hér fram - en fráleitt allt -

Þú nefnir rauða ljósið - gott og vel - þú ferð yfir á rauðu ( bankakóngarnir)  -þú færð þína refsingu - EN lögreglan á að gæta þess að fólk fari að lögum-  - á þá að draga alla löggæsluna fyrir dóm vegna þess að hún kom ekki í veg fyrir það að þú ækir yfir á rauðu? -

Landráð - bankagreifarnir virðast jú vera kolfastir í þeirri skilgreiningu - mér er ósárt um dóma yfir þeim - skil reyndar ekki hve hægt gengur né heldur það að þeir virðast hafa umráð yfir óheyrilegum fjármunum enn þann dag í dag.

Enn varðandi Landsdóm - vonandi verður skipt um stjórn fljótlega - þá - samkvæmt refsigleðinni - eiga Jóhanna-Steingrímur - Össur - Svandís og fleiri það yfir höfði sér að vera líka dregin fyrir Landsdóm.

Það er ekki nema von að þau sitji sem fastast. Engin stjórn hefur unnið markvisst að landsölu og á móti hagsmunum þjóðarinnar - VÍSVITANDI ER ÞAÐ GERT - fyrri stjórnum hafa orðið á mistök - öll erum við mannleg - -en ber að refsa fyrir mistök og eftirlitsskort - en ekki vísvitandi landsölu?

18. greinin í Viljayfirlýsingunni fer að taka gildi - þúsundir heimila í hættu -

Jóhanna - Steingrímur - Gylfi og Trotskyistinn í Seðlabankanum skrifuðu undir.

Trotskyistin er sá sami og hannaði peningamálastefnu bankans fyrir um 10 árum.

Góðar kveðjur til þín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.9.2010 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband