Kostnaður pr. bíl ???

Margir virðast velta þessari spurningu fyrir sér.

Ef þú slasast lífshættulega og kemst ekki vegna fannfergis og óveðurs - hvernig reiknar þú þá út - pr. bíl - (sem kemst ekki vegna ófærðar ) þyrlu ( sem kemst ekki heldur vegna veðurs ?

Ef þú býrð í afskekktu byggðarlagi og veður hamlar flutningi nauðsynjavara - hvernig metur þú þá pr. bíl?

Ef þú þarft að standa í margra klukkustunda snjómokstri í 4-7 metra háu fannfergi á þjóðveginum -til þess s að koma barni þínu til læknis - hvernig reiknar þú þá út pr. bíl - að ekki sé talað um ef þú kemst of seint með barnið til læknis.

Þessi göng eru ekki bara til þess að stytta vegalengdir um allt að 160 km á milli staða - þau eru ekki síst öryggisatriði.

Til hamingju með göngin.


mbl.is Búið að opna Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

113 km átti það að vera

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er ánægulegt, að finnast menn, sem samfagna okkur, íbúum Fjallabyggðar, opnun Héðinsfjarðargangna. Við Norðlendingar höfum aldrei talið eftir okkar framlög til samgöngumannvirkja annarrs staðar í landinu okkar og munum aldrei gera. Þökk sé þér, Ólafur Ingi, fyrir þitt raunsæja innlegg.

Með kveðju frá Vesturbæ Fjallabyggðar, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.10.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband