Bjartsýnn bæjarstjóri.
13.10.2010 | 09:08
Er Norðlendingum ekki farið að skiljast að þessi stjórn ætlar EKKI að samþykkja eða stuðla að neinu sem viðkemur álverinu - og þaðan af síður álverinu sjálfu.
Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu er glöggt dæmi um niðurrifsstarfssemi helstjórnarinnar.
Stjórnin sem sagðist og segist vinna að jafnrétti - tekur stéttir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og slátrar þeim um allt land - en hundruðir milljóna í esb "samræður" þvælist ekki fyrir og ef stjórnarandstaðan hefði ekki komið í veg fyrir Icesave landráðið þvældist ekki fyrir stjórninni að greiða tugi milljarða í vexti sem átti svo ekkert að borga.
Höfnin á Húsavík - ekki undir þessari ríkisstjórn.
Gert hefur verið ráð fyrir þátttöku ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri bullandi góðæri á Íslandi ef kjósendur hefðu ekki álpast til að kjósa yfir sig ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og kórónað svo sköpunarverkið með Geir Haarde.
Kannski þarf að banna Sjálfstæðisflokkinn til að forða þjóðinni frá fleiri stórslysum af pólitískum orsökum undir stjórn kapítalista??
Okkur dugar ekki ríkisrekinn sósíalismi til félagslegrar aðstoðar við góðvini pólitíkusa, við þurfum stjórnmálaflokk sem tryggir mönnum frelsi til athafna á eigin forsendum og eigin verðleikum.
Árni Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 10:26
Oftrú þín á áhrifum Geirs og Sjálfstæðisflokksins er undarleg - ég er flokksbundinn og það er af og frá að ég telji áhrif flokksins það mikil að hann geti sett af stað eða stöðvað heimskreppu -
sú staðreynd að honum tókst að draga úr umsvifum bankanna ( þótt ekki væri það nóg ) er eðlilegt - Að sjálfsögðu vilt þú banna og banna - - það er gert í ríkjunum sem þú horfir til - þar er bara leyfður einn flokkur - að vísu er hann með ríkisrekinn kommúnisma -
Frelsi til athafna á eigin forsendum og eigin verðleikum er það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir -
útúrsnúningar þínir eru þér ekki samboðnir - eða ættu ekki að vera það - en þú veist jú best sjálfur í hverju þín sjálfsvirðing liggur ef einhver er -
svo ættir þú kanski að kynna þér þau gögn og yfirlýsingar sem eru smátt og smátt að koma fram - og kanski hefði fólk átt að hlusta á DO -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 12:22
Hér er til dæmis eitt handa þér Árni
Davíð Oddsson 2003: Bankar á hálum ís
„Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því nú að hér, með hvaða hætti íslensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut að mínu viti.“
- Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í nóvember 2003 um fjárfestingu banka í fyrirtækjum
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 12:25
Davíð hafði rétt fyrir sér!
„Fyrir um það bil ári hitti ég háttsettan Baugsmann sem gumaði af því að hann gæti notað sína miðla eins og hann vildi. Það var sorgleg uppgötvun og ég hugsaði með mér: Fjandinn hafði það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér. Þetta voru og eru Baugsmiðlar.“
- Hallgrímur Helgason rithöfundur í viðtali við DV í ágúst 2009
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 12:28
Helstjórnin sem þú talar mikið um er að sjálfsögðu samstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Hún er hin eina og sanna helstjórn sem samdi allar reglur og gaf allt sem var í ríkiseigu til flokksmanna sinna.
Þinn GUÐDÓMLEGI flokkur er sko alls ekki syndlaus.
Þessa glæpaklíku og mafíu þarf að uppræta.
Klaufinn, 13.10.2010 kl. 14:30
Það er merkilegt að lesa ósvífin svör þín hér á undan, að tala um að Árni hafi ekki sjálfsvirðingu. Er ekki í lagi með þig?
Hvar liggur þín sjálfsvirðing?
Er hún í taumlausri ofsadýrkun á sjálfstæðisflokknum sem öllu silgdi hér til andskotans?
Þarft þú ekki aðeins að hugsa áður en þú skrifar svona hluti?
Klaufinn, 13.10.2010 kl. 14:34
Þegar núverandi stjórn ásakar fyrri stjórnir um allt sem er að fara á versta veg vegna afstöðu stjórnarinnar minnir hún mig ( þú gerir það líka ) á mann sem stendur fyrir framan spegil og segir - þú ert vondur og bendir á spegilmynd sína.
Svo er annað - ég - og Árni líka - skrifum undir nafni - við skömmumst okkar ekkert fyrir skoðanir okkar þótt við séum fráleitt sammála - nema stundum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.10.2010 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.