Trúverðuga Jóhanna
15.10.2010 | 07:29
Það er sem sagt mikið hættuspil að hafna Icesave-frumvarpinu. Það er sömuleiðis ekki kostur að draga samþykkt þess og fresta málinu enn um vikur eða mánuði. Slíkt er einnig hættuspil. Líklega má telja miðað við fyrri reynslu að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mundi frestast um óákveðinn tíma, þar með mundi full afgreiðsla lána frá sjóðnum tefjast og hið sama mundi sennilega einnig gilda um lánveitingar Norðurlanda. Afleiðingin yrði sú að ekki yrði hægt að styrkja gjaldeyrisforðann, sem er nauðsynleg forsenda afnáms gjaldeyrishafta. Slík töf mundi einnig draga úr tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda bæði innan lands og utan og lánshæfismat ríkissjóðs mundi að öllum líkindum lækka.
- Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um Icesave-frumvarpið 30. desember 2009
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.