Velferðarkerfið og XD
15.10.2010 | 14:03
Velferðarkerfið hefur verið að byggjast umm síðustu áratugina.
Sjaldan þó eins og þá 2 fyrir hrun.
Það gerir orð Stefáns merkileg - hann hafði ekki það háar hugmyndir um það sem gert var í tíð XD - var það bara pólitískt þvaður eða er hann búinn að skipta um skoðun?
Núna talar hann um öflugt velferðarkerfi - - það hefur svo sannarlega ekki eflst eftir hrunið.
Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún yfirgefur ykkur xD istana ekki svo auðveldlega gáfnasólin, að ekki sé nú minnst á rökhyggjuna.
Það kemur ykkur greinilega á óvart að bankahrunið varð ekki til þess að efla velferðarkerfið!
Tók það Stefán 2 ár eða 3 að troða því inn í hausinn á ykkur að lífeyrisþegar hefðu verið skertir og skattlagðir meira en aðrir undir ykkar lofsverðu stjórn?
En það kemur kannski engum á óvart að þið lærðuð áróðurstækni Jósefs Göbbels flestum öðrum betur.
Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:19
Ágæti Árni - um gáfnafar okkar ert þú trauðla fær um að fjalla.
Velferðarkerfið tók gífurlegum framförum - sem betur fer - árin fyrir hrun.
Talnaspeki Stefáns er við brugðið og hallast ekki á hjá ykkur félögunum í þeim efnum.
Þú gleymir því kanski að þegar Jóhanna var í Félagsmálaráðuneytinu FYRIR HRUN - vildi svo til að ríkið átti fé sem var ótæpilega veitt í þann málaflokk sem var á hennar borði.
Þú vilt kanski meina að það hafi gerst eftir hrun.
Hvað varðar Göbbels og hans nóta þá er þeirra speki andstæð minni - þeir höfðu þá aðferð að myrða svo hressilega að enginn trúði - samanber 2.000.000 barna - stjórnvöld hér - núna - nota samskonar aðferð varðandi aðgerðir sínar - rústa okkur svo algjörlega að það trúir því varla nokkur maður að nokkur stjórn hagi sér með þessum hætti -
enginn trúir því að hún liggi hundflöt fyrir esb-bretum-hollendingum og ags - það er svo fjarstæðukennt - eða ætti að vera það
Gangi þér sem best ágæti Árni og góða helgi.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 17:24
Við skulum bara halda okkur við staðreyndir. Talnaspeki Stefáns Ólafssonar stóð í sjálfstæðismönnum- og varla óviljandi- þar til allar varnir brustu.
Svo þarft þú eitthvað annað en fullyrðingar til að gera það að sannleika að velferðarkerfið hafi tekið gífurlegum framförum fyrir hrun.
Það er nefnilega bara einfaldlega ábyrgðarlaust gaspur.
Ég stóð upp á fundi hjá FEB, þar sem ég er í stjórn og ávarpaði frú Jóhönnu Sigurðardóttur vegna vesaldóms ráðuneytis hennar í stjórn með Geir H.
Hún tók afar kurteislega undir ábendingar mínar og viðurkenndi að framlög Tryggingastofnunar hefðu dregist langt aftur úr framfærslukostnaði á tíð þeirrar ríkisstjórnar.
Kannski hefur hún bara gleymt að nota þá peninga sem þú vísar til.
Ég nefndi Jósef Göbbels í tengslum við þá áróurstækni sem við hann er kennd. Og sú tækni er að hamra nægilega lengi á lyginni því þannig verði hún að lokum sannleikur.
Ekki er ég talsmaður ríkisstjórnarinnar né heldur að ég hafi á henni neitt meiri trú en bara þú sjálfur.
En rétt verður að vera rétt.
Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 12:16
Sammála þér - rétt verður að vera rétt - snúðu málflutningi þínum á haus og þá sérðu það sem er rétt.
Skal gera í því að fá tölurnar -sem eru reyndar í fjárlögum -
Annars ertu með samskonar málflutning í þessu eins og þið hafið viðhaft um OR
þar eru staðreyndirnar þessar -
Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.
Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.
Þetta er hluti vandans - stór hluti - þið viljið skrifa þetta á Sjálfstæðisflokkinn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.10.2010 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.