Borgarstjórn fáránleikans
19.10.2010 | 20:27
Að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru fyrirhugaðar uppsagnir starfsfólks OR ræddar á borgarstjórnarfundi í dag. Lögð var fram tillaga þess efnis að stjórn OR leitaði allra leiða til hagræðinga, í samræmi við tillögur starfsmanna, svo koma vegi í veg fyrir fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu. Þessari tillögu var vísað frá af meirihlutanum sem áréttaði að málið skyldi einungis í höndum stjórnar OR. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þessa niðurstöðu og það að borgarstjórn skuli ekki taka afstöðu í svo stóru hagsmunamáli.
Knoll og Tott eru gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann - Þrátt fyrir að vera með meirihluta eftir kosningarnar þá er minnihlutinn fulltrúi borgarbúa - það að taka ekki afstöðu gengur kanski í Múmíndalnum en ekki í Reykjavík.
Það eru vonbrigði að Dagur skuli hafa selt sig fyrir horn á borgarstjórastólnum og látið þetta ganga yfir starfsmenn OR og borgarbúa
Þetta er ekkert annað en kjaftshögg. -
Hörð umræða um uppsagnir hjá OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ó, O O O R...? það kemur víst að uppgjöri og skuldadögum? Líka hjá orkuveitunni! Og þeir sem taka þátt í svikum (þeir sem eru starfsmenn) þurfa að blæða fyrir svik toppanna! Svipað eins og bankastarfsmenn munu þurfa að lokum að horfast í augu við að þeir voru að þjóna svikurum og verður sparkað þegar þeir hafa verið notaðir til að drepa sína eigin landsbúa???
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:42
Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.
Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.
Þetta er hluti vandans - stór hluti
Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.10.2010 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.