?? Líka í útlöndum?
20.10.2010 | 14:34
Eins og djöfulgangurinn hefur verið hér á landi mætti halda að Ísland væri eina landið þar sem eitthvað hefði farið úrskeiðis og eina landið þar sem hrun bankanna hefði bitnað á almenningi -
En svo er ekki - þetta var vægast sagt útbreitt -
Ísland er hinsvegar eina landið sem leggst svo lágt að draga forystumenn sína fyrir dóm - og það meira að segja einn mann - mann sem sjálft Alþingi gerir ábyrgann fyrir hruninu og afleiðingum þess.
Skömm okkar vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta Alþingis verður lengi í minnum höfð og vel mun verða fylgst með þessum skríparéttarhöldum VG og Sf af hálfu erlendra ríkja.
Bankar greiði fyrir banka" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það voru nú einhverjir útlendingar búnir að vara við þessari skuldastöðu!Líklega hefur það verið mikill skýrleiksvottur að hafna boði Bretanna um að taka Icesave yfir í breska lögsögu fyrir 200 milljón pund, eða 40 milljarða ísl. kr.
Líklega hefur skýrleiksmönnum úr röðum Sj.fl. fundast það bera vott um að þeir spekingar þyrftu nú að lesa fræðin sín betur!
En verða þetta þá bara skríparéttarhöld yfir Geir?
Árni Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 15:57
Það var margt sem kom uppá -
Í dag er Evrópa að smíða reglur til þess að koma í veg fyrir endurtekningu - og það er ekki vegna okkar heldur vegna heimskreppunnar - ( sem átti ekki upptök sín hér ) og eins og orðið ber með sér - HEIMS -
jú ágæti Árni - þessi málaferli verða skrýpamynd á borð við þær sem tíðkuðust í Sovét hér á árum áður og mun eima af enn -
EN ANNAÐ MÁL -
Heilbrigðisstarfmenn á Suðurnesjum ætla að mótmæla við Alþingi kl 17 í dag - ég legg til að við mætum og styðjum þau -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.10.2010 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.