Hinn vammlausi og Birgitta Jónsdóttir.
24.10.2010 | 07:47
Julian Assange og hans fólk virðist telja sig hafa heimild til þess að hakka sig inn í öryggiskerfi og upplýsingar fyrirtækja og þjóða -
Ekki ver ég gerðir bandaríkjamanna - EN - þegar einhver aðili telur sig hafa heimild til þess að setja hundruðir og jafnvel þúsundir einstaklinga í lífshættu með því að birta hryðjuverkamönnum upplýsingar um þá er vægast sagt alltof langt gengið - en Birgitta Jónsdóttir og co hafa kanski gert það með "samþykki beggja aðila" eins og í fleiri málum.
Hversvegna þessi maður og hans samstarsfólk - það með talin Kristinn Hrafsson og Birgitta Jónsdóttir - eru ekki handtekin og kærð skil ég ekki.
Ef maður fremur eða stuðlar að morði er´hann -og vitorðsmenn - teknir og dæmdir.
Það er sorglegt að þingmaður á Alþingi okkar skuli vera aðili að þessu - og ekki bara aðili heldur í fremstu röð því varla eru erlendir fjölmiðlar að taka við Birgittu vegna þessa máls nema því aðeins að þeir viti um stöðu hennar innan hópsins.
Rannsóknarblaðamennska er eitt - glæpastarfssemi er allt annað.
Assange óttast leyniþjónustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur, kynntu þér málið áður en þú gerir þá sem upplýsir glæpinn að glæpamönnunum.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/23/i_strid_vid_sannleikann/
Magnús Sigurðsson, 24.10.2010 kl. 08:08
Ég er búinn að lesa það sem hefur verið birt - m.a. hlustað á viðtalið þar sem þessi boðberi sannleikans sþolir ekki nema sum umræðuefni - - þau gögn sem hann hefur undir höndum komust í hans hendur með afbrotum ekki satt??
Ég endurtek - ég ver ekki gerðir USA - en aðgerðir þessa manns sem þolir ekki að svara spurningum um nema suma hluti - stofna lífi hundruða eða jafnvel þúsunda í hættu.
Ef þú ert hlyntur því að fólk geti framið hakkarabrot og t.d. náð í bankaupplýsingar um þig og birt það opinberlega þá ertu sáttur við vinnubrögð hans - annars ekki - ef þú ert sáttur við það að einhver fari inn á gagnavef heilbrigðiskerfisins og birti opinberlega trúnaðarupplýsingar um þig - þá ertu sáttur við aðferðirnar sem notaðar eru af þessu fólki.
Ég er á annari skoðun - tel t.d. að læknisfræðilegar ´trúnaðarupplýsingar um þig eigi ekki að vera almannaeign.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.10.2010 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.