Á ekki að stíga skrefið til fulls?

Hverskyns iðnaðarmenn eru farnir af landi brott og starfa nú erlendis - stór (stærstur?) hluti þeirra útlendinga sem störfuðu hér er farinn.

Mörg hundruð hjúkrunarfræðingar starfa erlendis nú þegar og verið er að hrekja fleiri úr landi.

Aðrar stéttir eru að fylgja í kjölfarið og margir farnir úr hinum ýmsu stéttum.

Núna eru læknar ( mikill fjöldi þeirra er sestur að erlendis nú þegar ) að sækja sér aukatekjur í öðrum löndum -hvenær hætta þeir að nenna að koma heim á milli?

Meðan allt þetta gengu yfir er til fé til þess að greiða skuldir Jóns Ásgeirs og Co og verið að fjármagna landráðasamninginn við AGS.

Svo vill stjórnin endilega gefa bretum og hollendingum peninga þrátt fyrir bann við slíku í tilskipun ESB.

Þetta eru merkileg vinnubrögð. Hversvegna er ekki allur pakkinn hreinlega fluttur úr landi?

 


mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tilskipunin sem vísað er til hér á undan er

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 94/19/EB

frá 30. maí 1994

um innlánatryggingakerfi

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvar endar þetta? Allir úr landi? Hann er farinn að bíta niðurskurðurinn sem að mínu áliti er ekki allstaðar á réttum stöðum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.10.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæl vertu Sigurbjörg og þakka þér innlitið.

Mér finnst furðulegt hvernig gengið er að heilbrigðiskerfinu t.d. og er þér því algjörlega sammála.

Allt tal um kynjabundna stjórnun - launajafnrétti - o.fl. er hreinn og klár þvættingur og Sf og VG ættu að hætta því tali.

Ættu reyndar að hætta alveg - en það er önnur saga.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 10:42

4 identicon

Það eru fjölmargir útlenskir iðnaðarmenn hérna ennþá,því að það er miklu betra að vera hér á bótunum,heldur en að vera heima hjá þeim,sumir eru meira að segja að koma til baka eftir að hafa farið heim,fjölmennastir eru austur-evrópumenn,þeir eru líka látnir ganga fyrir vinnu sumsstaðar vegna þess að þeir eru á lægri töxtunum,ég var til dæmis sendur heim,en útlendingarnir héldu áfram.

Annað sem líta mætti á,það er það að nú er mönnum yfirleitt boðin vinna undir lágmarkstöxtum,sem er bannað að gera.Það er búið að eyðileggja þessa grein til margra næstu ára og það var græðginni og óhemjuskapnum í bæði verktökum og sveitarfélögum að kenna.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 10:54

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristján

eins og þú segir réttilega þá er bannað að borga fólki undir töxtum -

taxtar eru lágmarkslaun - það má borga hærri laun en EKKI lægri -

hafir þú lent í þessu legg ég til að þí leitir strax til stéttarfélgsins og kærir þetta mál - svona er ólíðandi -

það er líka ólíðandi ef útlendingar eru að koma hingað tl þess að vera á bótum - það er líka ólíðandi ef þeir eru að ganga fyrir vinnu -

 Allt svona á að gera opinbert.

Gangi þér vel.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 14:12

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég vil ekki fara en það styttist í að ég hafi ekki val

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 15:49

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já Sigurður - þú og þúsundir annara -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.10.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband