HLUTLAUSAR UPPLÝSINGAR ÓSKAST.
30.10.2010 | 09:55
Linnulaust er logið að þjóðinni -
Ríkisstjórnin er í fararbroddi - bankarnir fylgja svo fast á eftir -
Er til of mikils mælst að fjölmiðlar taki af sér flokksgrímurnar og fái hlutlaust mat á þessum málum og greini frá þeim niðurstöðum
Hver er staða Haga - eignastaða - hver á fyrirtækið (24 milljarða)- hversvegna þessi hagnaðaraukning - hvað um afskriftirnar -
Hvaða fyrirtæki eru enn í "eigu" bankanna? Hvaða fyrirtæki hafa verið seld?
Hver er raunverulegur kostnaður ríkisins vegna bankanna?
Þetta er bara kúfurinn af spurningum sem almenningur á heimtingu á að fá svör við.
Hagnaður Haga eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fór hagar á hausinn? var það ekki tekið upp í skuldir móðurfyrirtækis? man ekki alveg.
banki á haga núna(seinsast þegar ég vissi) og krefst arðs sem hækkar álagningu.
hagar(bónus)má ekki selja lengur undir kostnaðarverði sem hefur aukið meðalálagningu og þá væntanlega aukið hagnað..
ragnar (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:05
Ég veit ekki hvað er hvað í þessum málum - í dag er fyrirtæki í eigu einstakra hópa - á morgun í eigu ríkisins eða einhvers banka - svo kemur "eigendahópurinn" og virðist ráða öllu.
Í framhaldi af því eru afskrifaðar tugmilljarða skuldir þeirra á sama tíma og verið er að kasta fólki út á götu -
Og svo koma fréttir um að gamli"eigendahópurinn" ráði engu í fyrirtækinu - banki eigi það en það sé til sölu.
Hver á að botna í þessu rugli öllu saman?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.11.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.