HÓTUN OG ÓSANNINDI

Hótun Jóhönnu er innantóm - en annars hélt ég að það væri ekki lögum samkvæmt að hóta - og það að hóta heilli þjóð - það hlýtur að flokkast undir stórfellt afbrot.

Ósannindi - - það vanti tillögur frá stjórnarandstöðunni????

 

Gefum heimilum von

Skattahækkanir dregnar til baka á næstu tveimur árum

Fréttatilkynning                                                                                                  1. nóvember 2010

  • Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð
  • Nýtum auðlindir – sköpum tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára
  • Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnir í dag tillögur sínar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum. Þingsályktunartillaga þessa efnis verður lögð fram um leið og þing kemur saman á fimmtudaginn.

Í tillögunni kemur fram að efnahagsbatinn sem spáð var á þessu ári láti standa á sér en það er afleiðing vanhugsaðra aðgerða í skattamálum og aðgerðaleysis í málefnum heimila og atvinnulífs.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur því fram tillögur sínar um aðgerðir í efnahagsmálum, sem eiga að bæta stöðu heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs, endurheimta tiltrú á íslenskt efnahagslíf og fjölga störfum.

Tillögurnar skiptast í þrennt og snúast í fyrsta lagi um að gefa heimilum von, í öðru lagi um endurheimtu starfa og eflingu atvinnulífs og í þriðja lagi um hagræðingu og aðhald í rekstri ríkisins, sem er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar í landinu.

Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar á heimilin verði dregnar að fullu til baka á næstu tveimur árum.

Einnig vilja sjálfstæðismenn að greiðsluaðlögunarúrræðin verði einfölduð verulega og rýmkuð frá því sem nú er og að öllum sem þess óska standi til boða að lækka greiðslubyrði fasteignalána sinna um allt að 50% næstu þrjú árin gegn lengri lánstíma. Þá skuli þeir sem missa atvinnu eiga rétt á að frysta greiðslur vegna húsnæðisskulda í allt að sex mánuði. Þeim sem missa heimili sitt vegna mikillar skuldsetningar eða gjaldþrots verði gert kleift að endurleigja það gegn hóflegri greiðslu og njóta kaupréttar á húsnæðinu í allt að fimm ár.

Lagt er til að fyrningarfrestur eftir gjaldþrotaúrskurði verði styttur, afskrifaðar skuldir einstaklinga sem verða eignalausir myndi ekki skattstofn, stimpilgjöld verði afnumin og að tryggt verði með lagabreytingu að þeir, sem misst hafa eigur sínar vegna vanskila á ólögmætum gengistryggðum lánum, geti leitað réttar síns fyrir dómstólum. Skulu þeir njóta flýtimeðferðar. Auk þessa er lagt til að vaxtabóta- og húsaleigubótakerfin verði styrkt í þágu þeirra sem bágust kjörin hafa.

Tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára

Með bættum rekstrarskilyrðum munu lítil og meðalstór fyrirtæki ná sér fljótt á strik en þar verða flest störf til. Mynda þarf 22.000 ný störf á næstum tveimur til þremur árum.

Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur til að auðlindir verði nýttar skynsamlega, hvötum beitt til að örva hagkerfið, markvisst verði unnið gegn atvinnuleysi og óvissu eytt í umhverfi fyrirtækja.

Meðal þess sem lagt er til er að: 

  • Auka þorskafla um 35.000 tonn og hverfa frá fyrningarleið
  • Greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík og koma á orkufreku verkefni á Bakka
  • Hrinda í framkvæmd arðbærum verkefnum í samvinnu við lífeyrissjóði og aðra
  • Beita skattkerfinu til að verja störf og mynda ný

Lögð er áhersla á að afnema óhagkvæma skatta sem vinna gegn verðmætasköpun og auka skattaafslætti vegna rannsókna og þróunarstarfs. Veita ber nýjum fyrirtækjum undanþágu frá tryggingargjaldi í tvö ár frá stofnun og starfandi fyrirtækjum sem fjölga störfum 2011 og 2012 afslátt af gjaldinu.  Endurskoða þarf vörugjöld og verndartolla.

Einnig telur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að eyða verði óvissu um skattlagningu í atvinnurekstri næstu árin og vegna fjárfestingar í orkufyrirtækjum. Þá skuli gjaldeyrishöftum aflétt í kjölfar minnkandi þrýstings á gjaldmiðilinn innan hæfilegs tíma.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að ýtt verði undir sköpunarkraft atvinnulausra, og þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en sex mánuði fái aðstoð til að hefja eigin rekstur hafi þeir á því áhuga. Tryggingargjald verði lækkað samhliða minnkandi atvinnuleysi.

Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Aðhald í ríkisrekstri er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stefnir að hallalausum ríkissjóði árið 2013 en hefur að leiðarljósi að réttur landsmanna til grunnþjónustu í heimabyggð – heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntunar – sé tryggður óháð búsetu.

Aðgerðir til að bæta rekstur ríkisins en tryggja jafnframt velferð eru í tíu liðum.

Meðal annars er lagt til að á meðan yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ábyrgð á innstæðum í fjármálafyrirtækjum er í gildi verði tekið sérstakt 0,25% gjald af stofni allra innstæðna í bönkunum. Ítrekað er að farin verði sú leið að skattleggja inngreiðslur séreignarsparnaðar.

Lögð er áhersla á að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu en þess í stað byggt á færri og sterkari einingum.

Í heilbrigðiskerfinu skal svigrúm fyrir starfsemi einkaaðila aukið og í auknum mæli byggt á samkeppni um þá þjónustu sem veita þarf.

Fátæktargildrum í lífeyris- og bótakerfum skal útrýmt og hvatar til atvinnuþátttöku skerptir. Bótakerfið skal endurskoðað til að koma í veg fyrir hugsanlega van- eða oftryggingu bótaþega.

Einhver ætti að lesa þetta fyrir hana.


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki eyrnamerkja úræði til handa fólkinu í landinu Sjálfstæðisflokknum því að við vitum báðir hvað þar er undan gengið! Fjórflokkurinn er búin að vera og hér tekur við nýtt afl sem hugar að lýðræðisumbótum án flokksræðis og einkavinavæðingar.

Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já takk - svona eins og Besti flokkurinn og Borgarahreyfingin/Hreyfingin - sama og þegið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.11.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Vildi bara bæta þessu við Sigurður.

Þegar tillögur koma fram frá einhverjum aðila þarf ég ekkert að eyrnamerkja þær tillögur - þær eru eyrnarmerktar fyrir. Þú átt heldur ekki að hrauna yfir það sem vel er gert þótt það komi frá pólitískum andstæðingum þínum. - Sem virðast reyndar vera allir nema hugsanlega óframkomin framboð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband