Ásta og Jóhanna.
5.11.2010 | 06:20
Jóhanna er að sjálfsögðu á villigötu(m). Það er hennar andlega heimilisfang.
Ásta bað fólk að mæta til þess að krefjast utanþingsstjórnar - seinna var því svo breytt skildist mér í það að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Og gerræðisákvörðunum þegar um þær væri að ræða.
Eitthvað hef ég - og fleiri- fengið rangar upplýsingar því að í viðtali við sjónvarpsfólk talaði Ásta um utanþingsstjórn.
Ég geri kröfu um þverpólitíska stjórn næstu mánuði (verkstjórn) stjórn sem taki á afmörkuðum verkefnum og að síðan verði kosið í apríl- maí.
Ég vil enga utanþingsstjórn - dettur fólki í hug að maður sem var formaður Alþýðubandalagsins velji einhverja aðra en skoðanabræður og systur í slíka stjórn. Vill kennarastéttin fá utanþingsstjórn sem "vinur hennar" á Bessastöðum hefur valið - maðurinn sem setti lög á kennara? - Vill verkalýðsforystan að fyrrverandi formaður flokks sem stóð fyrir mestu kjaraskerðingum sögunnar velji hér utanþingsstjórn?
Eftir lofræður ÓRG um Jón Ásgeir og aðra útrásar...... gæti hann hugsanlega valið þá í hin ýmsu embætti.
Fólk ætti að skoða opinber afskipti forseta áður en það setur slíkt vald í hans hendur.
Jóhanna má halda annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með einu pennastriki er búið að setja á persónukjör, eitthvað sem lang flestir Íslendingar vilja, en flokkarnir vilja það bara alls ekki og því verður það ekki gert.
Væri persónukjör sett á er hægt að boða til kosninga í febrúar, eina sem við þurfum, þetta lið má allt leika sér í sandkassanum þangað til, jafnvel halda ránsfengnum ef það fer úr landi og kemur aldrei aftur.
En við viljum spillinguna burt og eina leiðin til þess er með pesónukjöri.
Tómas Waagfjörð, 5.11.2010 kl. 06:29
Ég er hlyntari kerfinu sem að minsta kosti var á Írlandi - tvöfalt kerfi þar sem þú kaust annarsvegar flokk og hinsvegar einstakling(a).
En við sem hér búum erum svo undarleg að við kjósum t.d. fjölmiðlafólk vegna þess að við þekkjum nöfnin og andlitin - burtséð frá því hvort viðkomandi hefur eitthvað fram að færa eða ekki - kosning Jóns Gnarr er dæmigerð fyrir hrottaleg mistök í þeim efnum. Ef einhver efast ætti sá hinn sami að sitja á áhorfendapöllunum þegar borgarstjórnarfundur stendur yfir.
Tómas - við völdum fólkið sem situr á þingi - í prófkjörum - forvali - með einhverjum hætti velja flokksmenn fulltrúa á listana - og svo veljum við okkur lista.
Hvað ætti að breytast við persónukjör ? Hvernig á að koma í veg fyrir að aðeins þeir efnuðustu geti boðið sig fram?
Kosningar í febrúar - minn kæri Tómas - við sem erum ættuð utan af landi og bjuggum þar langa hríð sem og allt landsbyggðarfólk - vitum að þú boðar ekki til kosninga í febrúar - þótt hér í Reykjavík sjáist varla nokkru sinni snjór þá er annað uppi á teningnum úti á landi.
Hinsvegar er þessi febrúarhugmynd dæmigerð fyrir þekkingarskort eða tillitsleysi við landsbyggðina.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 07:42
Ólafur, munurinn er sá að í persónukjöri hefurðu bein áhrif á hverjir komast á þing, í núverandi kerfi hagræða flokkarnir listunum eftir prófkjörin ef þeir passa ekki "flokknum". Gott dæmi um þetta eru Vinstri Grænir í Norðurlandskjördæmi Eystra fyrir síðustu kosningar. Prófkjörin eru blekking í besta falli.
Gulli (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 07:48
Sælir núverandi flokksræðiskerfi virkar ekki til handa lýðræðinu það er ljóst og því þarf að breyta hið snarasta hvað sem það kostar firr verður ekki sátt í þjóðfélaginu!
Sigurður Haraldsson, 5.11.2010 kl. 10:27
Gulli ( gerðu okkur báðum greiða og notaðu nafnið þitt - þá ertu svo miklu marktækari ) .
Ekki þekki ég hvað gerðist hjá VG fyrir norðan en vissi af óánægju þar. Þegar forval eða prófkjör er afstaðið þá á það að standa - Sf var ( held ég þó ) með rafræna kosningu sem mun hafa tekist vel og var opin öllum flokksbundnum félögum. Hjá Sjálfstæðisflokknum voru prófkjör sem voru opin öllum flokksmönnum -
Í þessum 2 flokkum er all verulegur fjöldi kjósenda sem getur tekið þátt - sennilega 30-35000 hér í Reykjavík - þar veljum við einstaklingana.
Svo eru þeir sem taka ekki þátt en kvarta svo eftirá.
Ég get því ekki tekið undir það að prófkjör séu blekkingar - en flokksmenn verða að mæta og kjósa ef þeir ætla að hafa áhrif.
En Gulli - ég spyr - persónukjör - framkvæmt hvernig og hvernig á að tryggja jafna aðkomu þeirra sem eru stórríkir og þeirra sem eru langt frá því að vera stórríkir - hvernig á að koma í veg fyrir að "stjörnurnar" á Rúv eða Stöð 2 gangi inn í fyrstu sætin - bara vegna þess að þær hafa sést í sjónvarpinu?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 11:18
Það hefur verið gefið í skyn í fjölmiðlum, að kjósendur á Norðurlöndum, m.a. í Danmörku hafi í raun tvö atkvæði, eitt fyrir flokkinn og annað fyrir ákveðinn frambjóðanda á listanum, þar eð persónukjör tíðkast þar. Þetta er ekki rétt. Hver kjósandi hefur aðeins eitt atkvæði og getur sett eitt X á kjörseðilinn. Kjósandinn ræður því hvort hann setur X-ið við listabókstaf eða frambjóðanda. Þetta umtalaða tvöfalda kerfi gengur út á það, að við upptalningu eru kjörseðlarnir fyrst flokkaðir eftir flokkum, síðan eftir frambjóðendum. Flokkur í Danmörku sem hefur valið persónukjör (sem eru allir flokkar (nema Dansk Folkeparti í þingkosningum)) fær öll atkvæði sem hafa verið gefið flokknum eða frambjóðendum floksins, þannig að ljóst verður hversu mörg sæti flokkurinn fær á þingi eða bæjarstjórn, en síðan komast frambjóðendur í þessi sæti eftir fjölda persónulegra atkvæða, alveg óháð kyni. Þannig endurspeglar samsetning þing- eða bæjarstjórnarmanna vilja kjósenda og hefur það komið fyrir, að formaður flokks fái ekki næg atkvæði til að komast inn. Flokkur kemst inn á þing eða í bæjarráð ef hann og frambjóðendur hans fá samtals a.m.k. (fjöldi allra atkvæða) / (fjöldi sæta), nema hvað það eru 2% neðri mörk í þingkosningum (sem er lægra en t.d. í Þýzkalandi, þar sem er 5% mörk). Venjulega fara atkvæði greidd flokki sem kemst ekki inn í súginn, þar eða þau skiptast milli þeirra flokka sem komust inn í beinu hlutfalli við stærð þeirra. Vegna þess hversu ólýðræðislegt það er, þá gera tveir (eða fleiri) minnstu flokkarnir með sér formlegt kosningabandalag, sem þýðir það að ef einn af þeim nær ekki kjöri, þá fær hinn flokkurinn atkvæðin. Þetta var yfirleitt þannig milli litlu vinstriflokkanna á síðustu öld, en það virkar bara ef flokkarnir hafa eitthvað sameiginlegt. Einu sinni gerðu tveir litlir öfgaflokkar á sitt hvorum vængnum með sér kosningabandalag (af því að formennirnir voru góðir vinir) og þeir fengu þar af leiðandi engin atkvæði.
Þess fyrir utan geta menn boðið sig fram til þings utan flokka, ef þeir fá nægar undirskriftir (amk. 1500, að mig minnir, er ekki viss). Þannig var einn gamanleikari, Jacob Haugaard kosinn á þing á tíunda áratugnum. Kosningaloforð hans voru m.a. meðvindur á hjólreiðastígum og annað álíka. Hann gerði þó ekkert gagn (gat ekki efnt það sem hann hafði lofað) og dagaði uppi í þinginu.
En svona fyrirkomulag um persónukjör er mikið lýðræðislegra fyrirkomulag en hreint flokkakjör, þótt ekki sé það nóg til að skapa beint lýðræði, en er þó í áttina. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að þeir frambjóðendur sem eru þekktari en aðrir (en þó ekki illræmdir) eða hafa meiri persónutöfra fá fleiri atkvæði og ekkert við það að athuga. Það verður að vera hægt að treysta á dómgreind kjósenda. Ef kjósendum er ekki treystandi til að kjósa, hverjir eiga þá að kjósa? Það þýðir ekki að sá sem er auðugastur eða með beztu menntunina verði endilega kosinn, ef hann hefur hvorki hugsjónir né pólítískt vit. Í Danmörku er það sérstaklega menntun, sem hefur minnst að segja. Formenn margra minni flokka sem eru á þingi hafa eða hafa haft litla sem enga menntun (t.d. hefur Pia Kjærsgaard, sem er formaður þriðja stærsta þingflokksins alls enga framhaldsskólamenntun en hefur pólítísk vit. Önnur, fyrrum formaður litla hægriflokksins De radikale Venstre var barnaskólakennari) og þeir sem sitja á þingi og í bæjarstjórnum eru úr öllum mögulegum atvinnugreinum og ekki bara stjórnmálafræðingar og lögfræðingar eins og er algengast hér á Íslandi. Þó er þetta misjafnt eftir flokkum og endurspeglar gjarnan samsetningu kjósenda hvers flokks. Ef það væri þannig á Íslandi kæmu allir þingmenn VG úr hinum vinnandi stéttum í staðinn fyrir að vera stofukommúnistar og öfgafemínistar úr Háskóla Íslands. Hins vegar eru áhöld um það hvort þingmenn Framsóknarflokksins væru bændur, því að hann er vandfundinn sá bóndi sem kýs Framsókn í dag.
Vendetta, 5.11.2010 kl. 13:44
Vendetta - takk fyrir þetta -
ég verð að skoða þetta - finnst sumt skrýtið en annað rökrétt.
Takk aftur.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.11.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.