Hagfræði SJS
5.11.2010 | 11:32
Þetta er hræðileg frétt -
Nú þarf að hækka skatta - strax - þannig er - skv. hagfræði sjs að -
Í fyrra var afgangurinn af vöruskiptum við útlönd 12.1 milljarður í október en í ár er 10 milljarðar í október- þess vegna þarf að ná inn "tapinu".
Þegar dæmið snýst við og afgangurinn er meiri í ár þarf ekkert að gera.
Þetta er svipað og hjá olíufélögunum - þegar heimsmarkaðsverð hækkaði þá hækkaði verð hér strax - þegar heimsmarkaðsverð lækkaði - lækkaði ekkert hér í einhverjar vikur - það var svo mikið þegar lækkunin varð en ekkert þegar hækkunin skall á.
Þetta er svipað og að þegar það kom í ljós að framlag til nýju bankanna var mun lægra en talið var - þá var samt ekki hægt að draga úr skattpíningu og verðhækkunum. Sama gildir um alla aðra þætti.
En ef einhversstaðar þarf að greiða 10 milljónum meira þarf að lækka bætur og niðurgreiðslur.
Þar vegur milljónin þungt en milljarðatugirnir í bönkunum vega ekki neitt.
Mig hryllir við því að sjá til hvaða örþrifaráða stjórnin grípur til þess að dekka þetta "tap".
![]() |
10 milljarða afgangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.