Það þýðingarmesta??

Á sama tíma og allt er í upplausn og engin úrræði komi frá ríkinu er verið að setja á stofn nefnd til þess að rannsaka aðdraganda stuðnings við innrásina í Írak.

ER ÞAÐ MÁLIÐ SEM MEST RÍÐUR Á NÚNA?

ERU FULLTRÚAR SAMFYLKINGAR - VINSTRI GRÆNNA OG  HREYFINGARINNAR GJÖRSAMLEGA GJÖRSNEYDDIR ALLRI VITNESKJU UM ÞAÐ SEM ER AÐ GERAST Í ÞJÓÐFÉLAGINU Í DAG?

THE BLAME GAME ER Í FULLUM GANGI OG EKKI AÐ FURÐA ÞÓTT ÞESSI LÁNLAUSA OG VONLAUSA STJÓRN SÉ AÐ KEYRA ALLT Í KÁSSU.

Þetta mál hefði mátt bíða þangað til önnur og vægast sagt brýnni verkefni væru komin í höfn.

Núna verður það krafa að sett verði á laggirnar nefnd sem rannsaki aðdraganda þess að ríkisstjórnin ætlaði að keyra Icesave samninginn hans Svavars Gestssonar og VG óséð. Þar bjargaði stjórnarandstaðan málunum ásamt órólegu deildinni í VG.


mbl.is Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eru hægi menn á blogginu pirraðir yfir þessu.  Þú gleymir að það eru líka nokkrir þingmenn Framsóknar sem eru partur af þessarri tillögu.

Skúli (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Enginn pirringur - þetta mátti bara bíða - sjálfsagt að rannsaka málið en aðrir þættir sem skipta öllu fyrir framtíð þjóðarinnar eiga að hafa forgang -

þetta mál er EKKI þess eðlis - en er vel til þess fallið að draga athyglina frá getuleysi stjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband