Atvinnulausir og önnur fórnarlömb.

Til eru þeir sem gera lítið úr mótmælunum - það er þeirra mál - kanski bitnar ástandið hvorki á þeim né þeirra fólki - það væri fróðlegt að vita hvar það fólk er statt í þjóðfélaginu - nema því aðeins að þetta fólk sé á mála hjá Jóni Ásgeiri og öðrum útrásar..... 

 

- þessi lánlausa stjórn er búin að sitja í 2 ár og hefur allan þann tíma keyrt þjóðina lóðbeint til hel.... Steingríms. Og stefnir þangað enn.

Hún hefur hafnað öllum tillögum minnihlutans - sem þó tókst að bjarga þjóðinni frá Icesave aftökunni með aðstoð nokkurra VG liða.

Mótmælin á þriðjudag má ekki eyrnamerkja neinum. Hvorki lifandi eða dauðum pólitískum flokkum. Það væri dauðadómur yfir mótmælunum.

Ég mætti á Austurvöll síðast ( ekki í fyrsta skipti ) en heyrði svo í þeirri sem átti heimasíðuna sem hvatti til mótmælanna. Hún talaði ekki á þeim nótum sem ég átti von á og var búið að gefa út að væri markmið mótmælanna.

Blekkingarleikir ríkisstjórnarinnar eiga ekki að smita út til boðara mótmælanna.

Þar á markmiðið að vera skýrt - það er verið að mótmæla ástæðulausum kjaraskerðingum  - ástæðulausu atvinnuleysi - ástæðulausri andstöðu við uppbyggingu - ráð og dáðleysi ríkisstjórnarinnar - sem kennir minnihlutanum um eigið vanhæfi.

Það er verið að gera kröfu um réttar aðgerðir - það er verið að gera kröfu um samvinnu á þingi - ekki bara um hugsanlegar tillögur starfshóps stjórnarinnar heldur líka tillögur minnihlutans.

Róbert Marshall sagði eftir að starf nefndar á þingi sem hann veitir forystu - hann  hafði á skömmum tíma náð góðri lendingu og sátt í málum - (sem forveri hans hafði ekki borið gæfu til ) ÞAÐ Á AÐ HLUSTA Á MINNIHLUTANN OG TAKA MARK Á TILLÖGUM HANS ÖÐRUVÍSI NÆST ENGIN SÁTT -

Því miður hafa sjs og js ekki þennan þroska Róberts til að bera - og það er slæmt.

Mótmælum helstefnunni í nafni almennings í landinu - ekki í nafni flokka.

Þessi dauðareið "norrænu velferðarstjórnarinnar" bitnar á stuðningsmönnum allra flokka sem og á þeim sem styðja ekki neinn flokk.

ATVINNULAUSIR OG ÖNNUR FÓRNARLÖMB LÁTI SJÁ SIG VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ - NEMA ÞVÍ AÐEINS AÐ ÞIÐ SÉUÐ SÁTT VIÐ ATVINNULEYSI OG AÐRAR SKERÐINGAR Á MANNRÉTTINDUM.

 


mbl.is Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 09:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og ef ekki þá er okkur vandi á höndum látum troða á okkur!

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband