Trúverðugleiki fréttamanns -

 

Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir í yfirlýsingu að hann hafi aldrei samþykkt að Þórhallur Jósepsson skráði ævisögu fyrrverandi ráðherra. Samkvæmt starfsreglum RÚV sé slíkt samþykki forsenda þess að fréttamaður geti tekið að sér slíkt starf.

Kanski eru starfskjör hjá RÚV bág - ég veit ekkert um það - væntanlega hefur Þórhallur þekkt þau þegar hann réði sig til starfa hjá RÚV.

Hversvegna vildi hann ekki segja fréttastjóra um hvaða ráðherra væri að ræða?

Ævisaga (eða bók um störf hans )ráðherra " sem horfinn væri af sjónarviðinu " er allt annað en ævisaga manns sem er margoft í fréttum -

Ég hef oft gagnrýnt fjölmiðla og gjarnan gert það í beinum samskiptum við fréttastjóra og aðra starfsmenn - en í þessu máli stend ég með Óðni.

Ég verð seint talinn andstæðingur Sjálfstæðisflokksins - ég þekki ekkert il þessa manns - einu hagsmunir mínir eru þeir að fjölmiðlar geri sitt til þess að geta talist trúverðugir.

Þar vantar á - það vantar ýmislegt í þá mynd - vonandi fer vinstri slagsíða RÚV að hverfa og að stofnunin nái því að sigla upprétt og traust ínn í framtíðina. 


mbl.is Samþykkti ekki ævisöguskrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband