Túlkun Guðlaugar er hneisa.
13.11.2010 | 01:59
Í lokaorðum sínum segir Guðlaug -
Íslenskt samfélag lítur jafnvel niður á það þegar ómenntaður borgarstjóri segist ætla að reiða sig á fagfólk við fjárhagsáætlanagerð, eins og slíkt sé hneisa.
Þetta er rangt - villandi og hreinn þvættingur - allar borgarstjórnir hafa haft slíkt fólk sér við hlið.
Það sem samfélagið gagnrýnir er það að núverandi eða borgarstjóri - þá á ég við Jón en ekki Regínu - skuli ekki bera skynbragð á eitt eða neitt í málefnum borgarinnar. Guðlaug ætti að vita að innan borgarkerfisins er fagfólk sem sinnir þessum málum. Hún og Jón virðast því vera álíka illa að sér í málefnum borgarinnar.
Ef túlkun formanns BHM er svona á öllum sviðum er hún búin að kjafta sig út í horn sem ómarktækur einstaklingur með einn sem félagsskap - Jón Gnarr.
Mannauðsstjórn á alltaf að fara eftir lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.