Mótorhjólaslys??? Ruddaskapur.
14.11.2010 | 08:30
Ruddaskapur og algjört virðingarleysi fyrir lífi og heilsu annara varð 5 manns að bana og 6 slösuðust í UMFERÐAR"SLYSI".
Ekki er með nokkru móti unnt að setja sök á hjólafólkið samkvæmt fréttinni.
Tillitsleysi örfárra ökumanna bifreiða hérlendis setur bifhjólafólk í hættu. Útilokað er að vita í hvaða bifreið sá er sem ekur utaní næsta bifhjól eða verður til þess að ökumaður bifhjólsins verði að grípa til örþrifaráða til þess að sleppa undan þeim ökumanni.
Ég vil benda fólki á þá staðreynd að fjöldi bifhjólafólks hefur vaxið verulega á undanförnum árum. Þar er að finna afa og ömmur - pabba og mömmur - syni og dætur - systur og bræður - frændur og frænkur - og flestir eiga ættingja - kunningja eða vinir/vinkonur - vinnufélaga sem aka á bifhjólum.
Ef þú ekur utaní eða á bifhjól á bifreiðinni þinni ertu að aka á einhvern úr fyrrnefndu hópunum.
Er það kanski ættingi þinn sem er á hjólinu? Vilt þú hafa það á samviskunni að hafa banað ættingja þínum ?
Fimm létust í mótorhjólaslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.