Efast einhver lengur??

Ég hef efasemdir um það. Það voru ýmsir sem töldu að svo gæti orðið. Þegar við fórum af stað töldu einmitt margir að þjóðirnar gætu fylgst að,“ segir Árni Þór og vísar til viðvarana evrópskra stjórnmálamanna um að byggja ekki upp of miklar væntingar um að aðildarferlið gangi hratt.

Árni Þór getur ekki leynt vonbrigðum sínum - "flokksbróðir" hans er með óraunhæfar væntingar.

Hvað er Árni Þór að gera í VG?? 

Það liggur á borðinu að stjórnin ætlar með góðu eða illu að keyra þjóðina inn í ESB.

Þjóðaratkvæðagreiðslan verður bara sýndarmennska - leðbeinandi en ekki ráðandi.

Árni birtist loksins grímulaus. Og birtir vilja VG grímulaust.


mbl.is Aðildargluggi að lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Gott mál fyrir alla býst ég við.

Einar Solheim, 16.11.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.11.2010 kl. 11:44

3 identicon

Ég get varla fengið mig til að trúa því fyrr að ég tek á því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði ekki látin gilda. Svo kjarkað (lesist; heimskt) er þetta pakk nú varla.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 12:08

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Össur er undirförull og spilltur eins flest allir íslenskir stjórnmálamenn. Það er ekki að marka stakt orð sem hann segir.

Guðmundur Pétursson, 16.11.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Torfi - var það ekki sú heilaga sem sagði að þjóðaratkvæðagreiðslur væru leiðbeinandi?

Ekki þar fyrir - hún sagði líka

Munum ekki hækka skatta

- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi 9. febrúar 2009 um hvort ríkisstjórnin hyggist hækka skatta.

Jóhanna Sigurðar­dóttir: Ekki kostur að fresta Icesave um vikur eða mánuði

- Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um Icesave-frumvarpið 30. desember 2009.

Þannig að hver veit hvað gerist.

Guðmundur - Össur undirförull - þarf ekki sæmilega greind í það?

Og þó - hann gerði það sama og ráðuneytisstjórinn er ákærður fyrir en hefur sloppið við kæru. Kanski hefur þú rétt fyrir þér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.11.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband