Ályktunin fagnaðarefni.

Undanfarin ár hefur "ástkæra ylhýra málið" átt undir högg að sækja.

Nema á tyllidögum - í hátíðarræðum - þá mæra menn þetta fallega mál.

Íslenskukennsla í grunnskólum fær EKKI þann sess sem henni ber - fjarri því.

Því ber að fagna framtaki nefndarinnar og vonandi fær þessi ályktun verulega umfjöllun - ekki bara í skólasamfélaginu heldur meðal allrar þjóðarinnar.

Þetta er jú ekki einkamál skólanna - þetta er mál okkar allra.

 


mbl.is Fagna umræðu um nám á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er líka spurning hvort að íslenskan sé ekki alltof flókið mál. Ég meina að beygja eitt einasta orð allta að 15 sinnum. Fáir ef nokkrir geta lært þetta til hlýtar, útlendingar alls ekki og spurningin er hvort að þetta beygingasystem þjóni einhverjum vitrænum tilgangi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Jón Bragi - um hvað ert þú að tala -

Mér liggur það í léttu rúmi hvort útlendingar læri okkar mál eða ekki - Það sem brennur á mér er sú staðreynd að málvitund fólks er ekki sú sama nú og hún var.

En einn mesti varðmaður tungunnar er doktor Ragnar Ingi Aðalsteinsson - Vísnaverkefni er eitt af afrekum hans þar sem hann reynir að viðhalda LJÓÐSTAFAFORMINU sem við eigum ein þjóða - aðrar hafa glutrað því niður.

Flókið fyrir útlendinga? Skiptir mig ekki nokkru máli

Síþögla gaf söglum

sárgagls þría Agli

herðimeiðr við hróðri

hagr brimrótar gagra

og bekkþiðurs blakka

borðvallar gaf fjorða

kennimeiðr, sá er kunni,

kjörbeð, Egils gleðja.

Svo orti Egill Skallagrímsson.   Þetta er LJÓÐSTAFAFORM.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.11.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jú jú, þetta er sjálfsagt hið skemmtilegasta föndur og sjálfur hef ég gaman af vel kveðnum vísum og engin ástæða til þess að amast við þeim sem gaman hafa að fornfræðiiðkunum. Ég leyfi mér nú samt að halda því fram að 99% Íslendinga skilji minna en helming af þeim orðum sem fyrir koma í þessum ágæta kveðskap að ofan og að þeir hreinlega geti komist ágætlega af án þess að skilja hann.

Við skulum láta umhyggju um útlendinga liggja milli hluta en staðreyndin er sú að Íslendingar sjálfir eiga í hinu mesta basli með þetta beygingakerfi okkar og hafa átt það lengi. Ég er fæddur laust eftir miðja síðustu öld og man dæmi um að bæði nítjándu aldar fólki og þeim sem yngri vor hlekktist á  þessari eðlu list. Og ekki varð það til þess að fólk ekki skildi hvað það var að segja en nógir voru til, af þeim sem betur þóttust kunna, sem gripu tækifærið að hafa það að háði og spotti.

Til þess að nafnorð virki og skiljist þarf í rauninni aðeins fáeinar útgáfur af því þ.e. nefnifall, eignarfall, eintölu, fleirtölu og ákveðinn greini. Erum við t.d. einhverju nær um eðli og háttalag kattarins með því að svínbeygja hann á fjóra vegu í eintölu án greinis : köttur-kött-ketti-kattar (og samtals á 16 vegu í öðrum útgáfum).

Það hefur meira að segja hvarflað að mér hvort ekki væri betur komið fyrir okkur Íslendingum ef meira af púðri og tíma skólakerfisins hefði verið eytt í eitthvað annað en þessa flóknu og tímafreku beygingariðju.

Jón Bragi Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 19:41

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Misskilningur þinn - þetta orti Egill - sama form - eigum við til enn

Vatnsbólið víða

væna lækjarspræna

láttu nú líða

lap þitt mosagræna

í leiðslur bæjarbúa

bergja svo af megi

hræring af heyi.

Þessi Þorrablótsbragur var ortur á Eskifirði á 7. áratug 20. aldar.

Þú hefur gaman af hártogunum og útúrsnúningum og verður svo að vera -

Mér þætti hinsvegar skemmtilegt að sjá afurð þína -

Skoðaðu stafina se eru dekktir ó vísunim 2 - taktu svo orðin hér fyrir neðan og búðu tilvísu samkvæmt ljóðstafaforminu - varðandi það að börnin þekki ekki hin ýmsu orð - til þess eru orðabækurnar - fyrir nútímamál ekki fornmál,

Hér koma orðin - gljúpur, hylskinn, stælinn, herkinn, klár,gleypur,gropinn, þrár, þústinn, hastur, úfinn, skarpur, snarpur, hrjúfur.

Þetta er verkefni nemenda í 7. bekk. Fólkið sem þú vilt svipta gleðinni sem við fáum út úr okkar fallega máli.

Ert þú Jón Bragi Sigurðsson skarpari en skólakrakki?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2010 kl. 01:40

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég held að við séum að tala í kross. Mér dettur ekki í hug að taka af neinum þá gleði sem felst í kveðskap og fornfræði. Ég er aðeins að slá fram þeirri hugmynd hvort beygingakerfi íslensks máls þjóni einhverjum vitrænum tilgangi.

Mér finnst nú satt að segja þetta vera æði tyrfið sem verið er að troða í sjöundu bekkinga. Miklu tyrfnara og langsóttara en nokkrum datt í hug að bera á borð fyrir börn í skólakerfinu á mínum tíma fyrir 40-50 árum. Yngra fólk í dag skilur ekki margt af þeim orðum sem notuð voru þegar ég var ungur og ég lái þeim það ekkert. Það eru oftast orð sem tekin eru úr veruleika sem þau ekki þekkja og ég veit ekki hvort að það þjónar einhverjum tilgangi að vera að troða því í þau með góðu eða illu...

Jón Bragi Sigurðsson, 17.11.2010 kl. 13:37

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ekki tyrfið - skoða dekktu stafina - þú þarft ekki að skilja orðin aðeins leiðbeiningarnar -

gljúpur, hylskinn, gleypur, þrár,

gropinn, þústinn, snarpur,

hrjúfur, stælinn, herkinn, klár,

hastur, úfinn, skarpur.

Beygingarnar - okkur eru þær tamar - og mér er sama hvort útlendingar ná þeim eða ekki - hef á tilfinningunni að við séum á svipuðum aldri þannig að væntanlega hefur þú líka tilfinningu fyrir málinu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband