Kúgunarferlið heldur áfram.

Núna virðist stjórnarandstaðan ætla að kyngja því að greiða stórfé sem rök mæla gegn.

Það liggur ekkert fyrir um að við eigum að greiða þetta - annað en kúgun breta - hollendinga - ags og esb .

"Matsfyrirtækin" sem mátu bankana uppúr öllu valdi þegar þeir voru í raun og veru fallnir eru svo líka í kórnumm. - Og sjs reynir að fá aðila vinnunarkaðarins til þess að kúga stjórnarandstöðuna.

Og er að takast það.

Allt fyrir inngönguna í esb.

Ég hélt að yfirgnæfandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins og VG væru á móti aðild - sem og fleiri á þinginu.

Mér virðist ég hafa haft á röngu að standa.


mbl.is Lausn jákvæð fyrir lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Nei, þú hefur ekki á röngu að standa.

En máttur hagsmunaaðilanna er mikill, bæði til góðs og ills.  Það er til dæmis erfitt að stýra Sjálfstæðisflokknum í opinni andstöðu gegn Samtökum atvinnulífsins og þar að auki er næstum  því einhlítt að formaður flokksins komi úr hópi sem hefur svipuð viðmið og svipað gildismat.

Og ég skal fyrstur manna játa að ef kúgunarkrafa breta væri lögleg, þá er vitglóra í því sem menn tala um í þessum samkomulagsdrögum.  Þó ég yrði alltaf á móti, en það er vegna ættartengsla minna við Bjart frá Sumarhúsum, þetta er eitthvað í eðlinu að sættast ekki á höfðingjaskatt, þá get ég alveg skilið hina hliðina.

Núna reynir á skilaboð grasrótarinnar, að einhverjir þori að ríða á vaðið og tjái hug sinn.  Því þó máttur Villa sé mikill, þá er hann aðeins eitt atkvæði, og Viðskiptaráð og þjónar þeirra duga flokknum í aðeins um 5% fylgi.

Og ég veit að þú ert ekki einn um þessi sjónarmið Ólafur, bretar gengu fram af mjög mörgum þegar þeir réðust á vini í nauð, og það er eðli íhaldsmanna, að vera seinir til að fyrirgefa, ef þeim á annað borð mislíkar gjörðir þeirra sem þeir töldu vini og bandamenn.

Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að sýna fram á gífurlega ógn sem hún telur sviksamkomulagið muni leysa, til að geta réttlætt gjörðir sínar.

Ótti Þorsteins Pálssonar um ESB er ekki næg ógn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mér leiðast kúgarar - Þegar Verkamannaflokkurinn beitti hryðjuverkalögunum fór ég að velta því fyrir mér hvor flokkurinn hefði ráðist á okkur í þorskastríðunum.

Fróðlegt ferli -

Ég er sammála þér með það að ógnin verður að vera gífurleg og hagsmunirnir stærri en ég geri mér grein fyrir ef það á að hverfa frá dómstólaleiðinni og - við eigum ekki að borga - yfir í það að greiða milljarða tugi eða hundruð.

Icesave Gestsson kom með landráðasamning sem SESBJS ( Steingrímur esb Jóhann Sigfússon ) var svo hrifinn af að hann hélt varla vatni Ekkert  frekar en samningurinn. Það verður fróðlegt að heyra skýringar hans á því hversvegna hægt er að ná samningi í dag sem er svona miklu betri. Var hann að skrökva þegar samningurinn Svavarsníð var lagður fram?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2010 kl. 14:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Ég verð að játa að ég vonast til að þetta lið verði svo vitlaust að skrifa undir nýjan samning, þeir sem vilja falla með þeim eiga svo sitt val.  

Kjarninn er einmitt sá sem þú segir, fyrst 60 milljarðar núna, af hverju 506 milljarðar um áramót, og guð má vita hvað þegar Svavar kom fyrst með samning sinn heim.  Samning sem hann sagði í viðtali við DV að hann hefði gert með hagsmuni öryrkja og fatlaða í huga.

Og lagði allar eigur ríkisins undir.

Ég get ekki séð hvernig dómsstólar geti hundsað kæru um landráð, eða brot á almennum hegningarlögum um aðstoð við kúgun, hvort sem það er fjárkúgun eða annað sem ætlað er að skila ólögmætum ávinningi.

Og aðstoð við erlend ríki.

Ef þeir hefðu gert þennan samning strax, þá væri þetta fólk ekki í djúpum skít, en í dag, þá er það virkilega í slæmum málum ef það skrifar undir megadílinn.

Berstrípaðir aumingjar sem vildu fórna þjóð sinni fyrir skjól á rauðvínsbörum Brussel valdsins.

Félegt lið eða hitt þó heldur, burtséð frá hvað flokk það kýs, ég held að þetta svikalið sé í öllum flokkum, en það er líka í öllum flokkum fólk sem lætur ekki bjóða sér þetta.

Og það er kjarni þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 15:04

4 Smámynd: Elle_

Ólafur og Ómar.  Aumingjalegt kúgunarlið sem stýrir landinu og er sammála öllu sem þið segið.  Skrýtið að enginn skuli enn hafa verið dreginn fyrir dóm og ekki einu sinni vikið úr embætti vegna ICESAVE.  Hvað ætli þetta ofbeldislið fái að hanga lengi á valdastólum??  Ætlar Ögmundur endalaust að styðja ICESAVE-STJÓRNINA eða hefur honum dottið í hug að fangelsi hæfi þeim fremur en landstjórn??  

Elle_, 17.11.2010 kl. 19:36

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kok SJS er eins og svartholin í geymnum - gleypir allt. Allt fyrir stólana - gleypir svo hugmyndir annara þannig að þær hverfa og komast aldrei í umræðuna.

Fjölmiðlar eru heldur ekki að standa sig - taka hverskonar yfirlýsingum gagnrýnilaust -

Hvar er upplýsingaskylda fjölmiðla þegar kemur að því að fá skýringar á hinum ýmsu málum?

Eða er sú skylda bara til staðar þegar um er að ræða barsmíðar - eiturlyfjasmygl og slys í Afríku? Og jú dópreykjandi tveggja ára barn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.11.2010 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband