Svo er fólk að röfla - 252 nefndir.
26.11.2010 | 10:04
Almenningur gerir sér enga grein fyrir því álagi sem fylgir þessari atvinnustefnu stjórnarinnar.
150 nefndir - umfram þær sem eru skipaðar skv. lögum.
Gerir einhver sér grein fyrir vinnunni við að skanna vinahópinn til þess að manna þessar nefndir?
Svo þarf að taka tillit til stjórnarandstöðunnar ( eins lítið og unnt er ) þannig að þetta er stórmikið mál.
Svo er fólk að röfla um einhverja skjaldborg heimilanna - skuldamál almennings - uppbyggingu atvinnuveganna - atvinnuleysi - hjól atvinnulífsins og hverskonar smáatriði sem skipta engu máli hjá þessari stjórn.- nema Katrínu Júlíusdóttur -
Hafa skipað 150 nefndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.