Áfellisdómur yfir Steingrími og Jóhönnu.

Við eigum ekki að greiða eitt eða neitt - þetta mál á að fara fyrir dómstóla hver sem niðurstaða viðræðnanna er -

íslenska Icesave-samninganefndin gekk til viðræðna við Breta og Hollendinga á þeim forsendum að Íslendingum bæri hvorki að greiða eitt né neitt. Þetta sagði Lárus Blöndal, einn nefndarmanna, þegar niðurstöður viðræðnanna voru kynntar í gær.

Þegar búið verður að vinna málið er Evrópukerfið hrunið - það vita nýlendukúgararnir.

Hvar er annars frumvarpið um að kæra breta fyrir beitingu hryðjuverkalaganna statt??


mbl.is Bar ekki skylda til að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Við stöndum vaktina til enda Ólafur.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 07:02

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála ykkur. Þetta á allra hluta vegna að fara fyrir dómstóla. Það er mikilvægt fyrir hvern einasta borgara innan EES/EU að úr því fáist skorið hvort Evrópubúar eigi eða vilji hafa það þannig að glæpafyrirtæki í einkaeign geti stundað sína iðju með skattgreiðendur sem bakhjarl og tryggingu.

Og þetta blaður samningamanns að þeir hafi gengið til samninga á þeim forsendum að Íslendingar ættu ekkert að greiða -koma svo heim með milljarða skuldbindingar...

Ef ég kæmi til þín Ólafur og fullyrti að ég skuldaði þér ekki krónu en færi af samt af þeim fundi hafandi skrifað uppá að ég ætlaði samt að borga þér milljónir, væri ég þá ekki álitinn klikkaður...?

Jón Bragi Sigurðsson, 10.12.2010 kl. 08:11

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jú - og við báðir Jón -

Ómar - þú verður að flytja til Reykjavíkur - ég veit að það væri sárt fyrir þig að yfirgefa þína fögru Austfirði - en samt - nauðsyn brýtur lög -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.12.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband