Talar niðrandi um fólk með banvænann sjúkdóm.

narr borgarstjóri sá ástæðu til þess að níða fólk sem er haldið banvænum sjúkdómi.

Tugþúsundir Íslendinga berjast við þennan sjúkdóm í dag.

Ótaldar þúsundir hafa látið í minni pokann fyrir Bakkusi - ýmist drukkið sig í hel eða fyrirfarið sér.

Hörmungarnar sem eru undanfari þess eru oft ólýsanlegar.

Að nota þetta sem samlíkingu er lágkúra og leitt að sjá fólk taka undir níðið.

Hverjir verða næstir - fólk með sykursýki - krabba eða????


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætlar þú næst að kalla sjúkdóm? Leti, græðgi eða einhvern annann löst?

Alkahólismi er ekki sjúkdómur og það má alveg nota alkahólisma sem samlíkingu. Alkahólistar eru ekki heilagir.

Óli (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Skoðun þín gengur þvert á niðurstöðu Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Ég tek mark á þeirri stofnun en ekki nafleysingja.

Athugasemdir þína bera ekki bara vott um yfirgripsmikla vanþekkingu heldur líka ótrúlega vanvirðingu gegnvart því fólki sem tekst á við þennan sjúkdóm frá degi til dags.

Skil hinsvegar vel að þú hafir ekki dug til þess að setja nafnið þitt við þvættinginn sem þú settir hér fram.

Það er vel við hæfi að þú sért í slagtogi með "borgarstjóra".

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.12.2010 kl. 19:02

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef grun um að Jón Gnarr hafi mjög góða þekkingu á alkóhólisma og viti nokk hvað hann er að fara með því að líkja þjóðinni við aðstandanda alkóhólista.

Jóhannes Ragnarsson, 15.12.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Skoðanir þínar koma ekki á óvart - persónulega er ég þeirrar skoðunar að hann hefði átt að finna sér annað viðmið en sjúkdóm sem dregur fleiri til dauða en flestir aðrir sjúkdómar. Veldur meiri þjáningum en flest eða allt annað.

Það má vera að þú sért þeirrar skoðunar að virkur alki geri hlutina að gamni sínu -  svo er ekki - kynntu þér málið.

Ég veit ekki um neinn sem óskaði sér þess að verða alki. Núna rennur upp erfiður tími fyrir marga alkahólista og fjölskyldur þeirra.

Kjaftshögg jóns hittir það fólk fyrir - illa.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.12.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband