Hætta strax

Narr er búinn að sýna bæði Hönnu Birnu og öðrum fulltrúum minnihlutans ítrekað að hann fyrirlítur þau og allt sem þau hafa fram að færa.

Auk þess sem hann er búinn að sýna borgarbúum fingurinn í hverju málinu á eftir öðru - það er augljóst að hann er að kanna hvað hann geti gengið langt án viðbragða.

Hanna Birna gefur borgarstjórn yfirbragð festu og öryggis.

narr sér það ekki og heldur áfram fíflsku sinni.

Þess vegna á Hanna Birna að hætta strax sem forseti borgarstjórnar.

 

 


mbl.is Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Er Hanna Birna í Borgarstjórn fyrir Jón Gnarr?

Hörður Sigurðsson Diego, 18.12.2010 kl. 08:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún hefur lagt fram samstarfsvilja sem Besti flokkurinn og Samfylkingin vanvirða. Heiðvirt fólk treður ekki fólki um tær, þar sem þess er ekki óskað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 16:43

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt er það Gunnar - mér vitanlega er það ekki vilji Sjálfstæðismanna hér í bæ að halda þessu áfram - mannfyrirlitning meirihlutans er með þeim hætti að það er rétt að þeir sökkvi í sitt forað. Heiðarlegt fólk á borð við Hönnu Birnu á ekki að halda þeim á floti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.12.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband