Trotskyistinn ómarktækur

Ekki er unnt að taka mark á neinu sem frá bankanum kemur á meðan Trotskyistinn ræður þar för - hann segir það sem ríkisstjórnin vill heyra - hangir í pilsfaldi skapanornarinnar í Stjórnarráðinu og buxnaskálmum Íslandsböðulsins í Fjármálaráðuneytinu -

Eða er það öfugt ? Er skapanornin í buxunum og Íslandsböðullinn í pilsinu?

Hver fréttin á eftir annari hefur komið að utan um veikleika Evrunnar ( og reyndar ESB líka ) þannig að tal bankans er sennilega úr sömu skúffu og umræðan um launakjör bankastjórans.


mbl.is Evran vænlegasti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur.

Nú er ansi langt um liðið síðan Már var Trotskyisti. Er sanngjarnt að stimpla allt sem hann gerir eða hugsar út frá því hvernig hans pólitísku sjónarmiðum voru fyrir 35 - 40 árum síðan? Þetta er ekki til þess að brýna umræðuna um hvort gáfulegt sé að taka upp evruna eða ekki og mér sýnist sem hópur manna hafi það eitt að markmiði afvegaleiða umræðuna. Tilheyrir þú þeim hópi?

Er rétt að minnast á Davíð Oddsson sem argasta afturhald þar sem hann var mótfallinn því að alþýðan á íslandi mætti kaupa sér bjór á börum landsins eða í ríkinu?

Kv. Hörður

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 15:36

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Davíð er og verður Sjálfstæðismaður - tel ég.

Mér er það mjög til efs að Már verði nokkru sinni annað en Trotskyist - ég á líka bágt með að ýmynda mér Ragnar skjálfta skipta um skoðun í pólitík en þeir voru nánir samherjar.

Davíð og bjórinn - það voru skiptar skoðanir innan allra flokka um lögleiðingu bjórsins. Margir töldu að hann myndi bætast við neyslu almennings en ekki koma í staðinn fyrir annað. Ég man ekki afstöðu Davíðs - en var sjálfur á þeirri skoðun að bjórneyslan yrði bara opinber þar sem smyglið myndi sennilega leggjast af að mestu leiti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.12.2010 kl. 11:24

3 identicon

Ólafur.

Ég á erfitt með að skilja hvað þú ert að fara í þessari færslu en það eru engar fréttir að Davíð er flokksbundinn sjálfstæðismaður. Davíð er líka skoðanbróðir Ragnars Skjálta um margt en báðir eru þeir harðir andstæðingar þess að Ísland fari í aðildaviðræður við ESB og báðir vildu þeir hafa vit fyrir alþýðu manna og lögðust gegn lögleiðingu bjórs á Íslandi. Kannski eiga þeir meira saman en Már og Ragnar í dag.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 18:32

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ekki ætla ég að gera þeim Davíð og Ragnari upp skoðanir - hvorki samstöðu eða andstöðu. Þeir svara því sjálfir.

Hafi báðir haldið sig við sín grundvallar stefnumið eru þeir væntanlega enn ósammála um flest - en kanski er Ragnar - eins og meginþorri þjóðarinnar - búinn að fá nóg af helstefnu ríkisstjórnarinnar - þá getur allt gerst.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.12.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband