Starfsheiður starfsmanna Stjórnarráðsins..
21.12.2010 | 07:50
Þessu vísaði forsætisráðuneytið á bug í yfirlýsingu, sem birtist á laugardag. Sagði þar, að svörin hefðu öll verið unnin af fyllstu vandvirkni og eftir bestu vitund en úrvinnslan verið í höndum Fjársýslu ríkisins og allra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Málatilbúnaður alþingismannsins standist enga skoðun og sé alvarleg aðför að starfsheiðri starfsmanna Stjórnarráðsins.
Það eru væntanlega sömu starfsmenn og unnu að launamálum Seðlabankastjóra án vitundar ráðherra - að sögn - þannig að hún sagði þinginu ósatt þá - sennilega sömu starfsmenn og leyndu - að sögn - ráðherra upplýsingum og lögfræðiálitum varðandi ólöglega lán - o.fl.
Þetta eru væntanlega sömu starfsmennirnir sem ákveða "hvað fer inná borð ráðherra"
Ég hef ekki hingað til haft aðstöðu til þess að kjósa þessa starfsmenn frekar en kjósendur almennt. Það er því spurning hversvegna þeir hafa fengið - eða hafa tekið sér - svo mikil völd sem raun ber vitni um.
Er ekki kominn tími til að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fari að fái völdim sem við héldum að þeir hefðu?
Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2010 kl. 10:17
Ólafur Ingi - Þetta er valdarán - Jóhönnu óstjórnin hefur ekkert umboð - hún missti umboðið 6.mars 2010 við þjóðaratkvæðagreiðsluna - En situr samt - og hefur komist upp með það - En nú er mál að linni - þau fara ekki sjálfviljug - það þarf að hrekja þau - BURT - Það þarf ekki meira en ca.tíu þúsund manns til að - öskra þau út - Ert þú í öskurliðinu - fyrir þjóðarhag ?
Benedikta E, 21.12.2010 kl. 14:08
Ert þú í öskurliðinu - ojá
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.12.2010 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.