Hver á Eimskip??
28.1.2011 | 04:59
Það ætti að vera einfalt - ef allt sem Kristján Árni segir er rangt - að Kristján Kristjánsson - eða einhver inni í "kerfinu" geti sagt okkur hver sé eigandi Eimskips. - Ennfremur ætti að vera tiltölulega vandalítið í tengslum við það að fá upplýsingar um hvenær núverandi eigandi/eigendur tóku við fyrirtækinu. Á hvaða forsendum og af hverjum.
Tengsl Landsbankans og Eimskipafélagsins voru jú augljós - hvenær rofnuðu þau - fyrst að hluta og síðar alveg?
Ég skora á upplýsingafulltrúann að upplýsa það hið fyrsta. T.d. í dag - það er góður dagur í dag til þess að gera slíkt.
Yfirlýsing frá Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í fréttinni er haft eftir Kristjáni: "Stærstu eigendur verða bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Yucaipa og Gamli Landsbankinn"
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2011 kl. 05:23
AGS er þá samt við sig - þar sem hann hefur komið að málum hafa bandarískir aðilar getað sölsað undir sig vænlegar eignir í fórnar LÖNDUNUM -
Og Gamli Landsbankinn ??? Er það eðlilegt?? - Og þú segir - VERÐA - en hver eða hverjir eru eigendur í dag?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.1.2011 kl. 06:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.