Kostnaður

 

Hann er væntanlega búinn að greiða kostnaðinn við leitina -

Þegar fólk leggur í svona ferði ætti það að vera skylda að tilkynna slíkt - leigja staðsetningartæki - og vera með tryggingar fyrir kostnaði við hugsanlega leit. Leit sem kostar gífurlega vinnu og peninga.

Þeir sem ekki færu eftir þeim reglum færu þá algjörlega á eigin ábyrgð.


mbl.is Gróf sig í fönn og beið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei ætli að hann sé nokkuð farinn að huga að því hvað þetta hafi kostað hann var svo upptekinn af því að komast á Vatnajökul til að týna sér.

Róbert (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 11:36

2 identicon

tel þetta vera  góð æfing og ber að varast að rukka fyrir , þá hrynur björgunarstarfið  útrásar kvikindi með sina græðgi kæmust að  betra að hafa fórnfúst fólk og líta á þetta sem æfingu  og styrkja heldur björgunar félögin  með beinum framlögum  100 kr gera mikið frá einstaklingi ef margir leggja sig fram

bpm (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:32

3 identicon

Mjög óráðlegt er að fara út á þá braut að láta fólk fara að borga fyrir slíka björgun, það mundi bara auka á vandan og kosta mannslíf.   

Setjum upp smá dæmi:  Nonni og Palli ákveða að skreppa aðeins í smá göngutúr upp á fjall rétt við þorpið þar sem þeir eru gestkomandi.

Þrátt fyrir reglur um að menn þurfi að tilkynna sig og vera
með tryggingu til að leggja í slíka för þá telja þeir sig ekki þurfa þess þar sem þetta sé svo stutt frá byggð, gott veður og þeir frekar vanir göngumenn.   Nú það er skemmst frá því að segja að þeir lenda í svarta þoku á fjallinu og þar sem þeir eru ókunnugir þá tekst þeim að villast.

Nú voru góð ráð dýr, ekki gátu þeir farið að kalla út björgunarsveitir því þeir gætu aldrei borgað þann kostnað sem af því hlytist.  Þeim dettur því í hug að hringja frekar í Stebba vin þeirra í þorpinu og fá hann til að aðstoða sig. Stebbi leggur í hann ásamt kunningja sínum en veður fer nú mjög versnandi svo þeir ætla að vera fljótir og láta því ekki vita af ferðum sínum.   

Nokkrum dögum síðar kemur þessi frétt í fjölmiðlum.  „Að beiðni lögreglu er nú að hefjast leit á kostnað ríkisins mönnunum fjórum sem saknað hefur verið í þrjá sólahringa..........................“
 

Ef það er þetta sem menn vilja þá er um að gera að koma
þessu á. Með núverandi fyrirkomulagi eru þessir tveir herramenn búnir að borga fyrir sína björgun því þeir hafa í gegnum tíðina styrkt björgunarsveitirnar í landinu með flugeldakaupum og þátttöku í öðrum fjáröflunum björgunarsveitanna.
Þetta er mín skoðun og ég fer ekki ofan af henni

Björn (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:31

4 identicon

Góð athugasemd Björn, en það má gera betur...

2 stelpur á aldrinum 14 og 16 ára skila sér ekki heim en þær ætluðu að labba aðeins útfyrir bæinn.  Þær skila sér ekki heim á réttum tíma.  Engar tryggingar eru á því og foreldrar eru hugsi hvort þau eiga að bíða í klukkutíma í viðbót eða kalla á björgunarsveitir.  Björgunarsveitin rukkar (aðeins) 2000kr á tímann á hvern leitarmann.  Hve marga leitarmenn eiga foreldrarnir að biðja um?

Leit: 100 manns í 8 tíma á 2000 kall tímann =   1.6 miljón.

Nú finnast þær ekki á 24 tímum, og foreldrarnir þurfa að punga út 4.8 millu og segja stopp?

kv. Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 23:51

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta eru gargandi útúrsnúningar - og ekki svaraverðir í sjálfu sér - Dóri - Björn -

Björgunarsveitirnar eru alltaf tilbúnar - líka til þess að leita að skussum - einhver tilbúin dæmi um börn eru léleg röksemdarfærsla - meira að segja þið sem verjið skussana vitið það.

GÓÐ ÆFING !!! BPM - Hörkuæfing - frí úr vinnunni - setja líf sitt í hættu --

og hvað svo - skussarnir eru myndaðir og þeir þakka 150 þjálfuðustu leitarmönnum landsins fyrir hjálpina.

Ef fólk vill taka svona áhættu - þá gerir það bara það - smá fyrirhyggja hefði sparað öllu þessu leitarfólki mikið erfiði og kostnað.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2011 kl. 06:04

6 identicon

Bíðum nú aðeins við!!!  Ég lít ekki á það sem útúrsnúning að reyna að
benda á það að ætla að láta fólk borga sjálft  fyrir björgunaraðgerðir er algjör fyrra , það er beinlínis andstætt þeim gildum sem björgunarsveitirnar fara eftir og myndi hreinlega eyðileggja þær sem slíkar.


Það geta ALLIR lent í vandræðum hvar og hvenær sem er hvort sem þeir eru  vel eða illa útbúnir.  Fólk gerir það ekki að gamni sínu að lenda í
vandræðum og láta leita að sér. 


Hvað kostnað varðar þá er þegar búið að greiða megnið af
þeim kostnaði sem af slíku hlýst með styrktarfé sem sveitirnar fá frá
almenningi í gegnum fjáraflanir eins og flugeldasölu.  Almenningur í landinu er í raun að kaupa sér tryggingu með því að styrkja björgunarsveitirnar og líkt og með aðrar tryggingar þá veist þú aldrei hvort og hvenær þú þarft á henni að halda en gott er af henni að vita.     


Atvinnurekendur lýta flestir svo á að það að gera félögum í sveitunum kleift að fara í útköll á vinnutíma sé einfaldlega styrkur til þess góða starfs sem verið er að vinna og um þetta hefur ríkt sátt og skilningur.  

Þeim sem taka þátt í leit og björgun er það vel ljóst að það getur verið hættulegt en ein af aðall reglum björgunarsveitarmannsins er að
setja sig ekki í óþarfa hættu við sín störf og eftir því reyna menn að fara.
Þekking, þjálfun og reynsla kenna mönnum að meta slíkar aðstæður og bregðast við eftir því.

Við tökum öll áhættu og það á hverjum degi, í umferðinni, vinnunni , heima hjá okkur  og svo mætti lengi telja, þetta á við um alla, þig, mig og þá sem þetta lesa.

Um eitt get ég þó verið sammála þér og það er að fólk sem fer á fjöll og þá sérstaklega fótgangandi ætti að vera með staðsetningartæki sem hægt væri að nota í neyð til að staðsetja sig og kalla eftir hjálp.                                                   Slík tæki eru til og heita SPOT

Björn (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 14:13

7 identicon

slys gerast jafnvel hjá bestu mönnum. vill fólk virkilega að fólk eigi að greiða tryggingu i hvert skipti stigið er af þjóðvegi.

skari (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 14:52

8 identicon

Sæll Ólafur,

Ég á nú einhverja hundruðir tíma, jafnvel þúsundir í leit að 'skussum'. 

Sannleikurinn er sá að að ef þú byrjar að rukka fyrir björgunarstörf þá heldur fólk aftur af sér að kalla á hjálp.  Sem kennslubókardæmi um þetta er flutningaskipadæmin hér við land þar sem hefði mátt koma í veg fyrir stórskaða ef tryggingarfélögin hefðu ekki fengið að ráða, því jú sá ræður sem þarf að borga brúsann.  Í staðinn fyrir auðvelda aðgerð þá endaði skipið í strandi og einn maður dó.

Það að það þurfi að hugsa um kostnað, hámarksmannskap og aðrar takmarkanir á björgum í aðgerð er ekki það sem menn vilja koma með inn í störfin hjá okkur.  Betra er að bjargir séu vannýttar en að þær eru ekki til staðar.

Einnig virðist 'skussar' alltaf vera útlendingar, aldrei er minnst á þá aðila sem ganga ekki frá garðinum hjá sér fyrir óveður, keyra útá þjóðveg í brjáluðu veðri o.s.frv.  Sannleikurinn er að það eru sennilega ekki nema 1-2 svona aðgerðir á ári, meðan aðrar tegundir aðgerða hlaupa á hundruðum.   

Þarna urðu menn viðskila og það var maðurinn sem var ekki með gps-inn.  Slys gerast hjá vönu fólki líka.

Einnig finnst mér mjög gott og gaman að sjá þegar menn þakka fólki fyrir vinnuna sem það lagði á sig.

Ég ætlað að vona að það verði aldrei rukkað fyrir bjarganir hér á landi.

kv, Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:59

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er hreinlega frelsissvipting að skipa fyrir um skráningar og rugl áður en farið er á fjöll.
Nóg er verið að taka frá okkur í frelsi þótt óbyggðir séu ekki teknar líka.

Teitur Haraldsson, 31.1.2011 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband