Yfirgripsmikil vanþekking.
1.2.2011 | 10:32
Enn og aftur sýna stjórnvöld að þau eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann - bensínhækkanir höfðu í för með sér minkandi bensínsölu og að mér skilst að sama gildi um áfegið. Hátekjuskattur hækkaður - minni tekjur ríkissjóðs.
Þessi mikla hækkun vörugjalda á bifreiðar mun klárlega verða til þess að fólk kaupir þá ekki. Fyrirsjáanlegt tekjutap ríkissjóðs.
Steingrímur virðist ekki gera sér grein fyrir því að ástæðan fyrir MJÖG miklu meiri útflutningi en innflutningi stafar af skorti á kaupgetu fólks.
Það hefur síðan í för með sér minni tekjur fyrir ríkissjóð.
Úr 45% í 65% - og svo renna þessi gjöld ekki í vegaframkvæmdir nema að mjög litlu leiti.
Þetta er alltsaman löngu komið útyfir öll velsæmismörk.
Stjórnvöld vildu meiri álögur á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ólafur, þakkir fyrir að minna á þessa punkta í úreltri hagstjórn úreltra stjórnmálamanna.
Þetta er nákvæmlega það sem Lilja Mósesdóttir og stjórnarandstaðan var að klifa á við fjárlagaumræðuna, þessi skattaleið 19. aldar virkaði ekki þá og gerir það ekki núna þetta stöðnun (stagnation) sem er eins og arsenik fyrir hagvöxt og atvinnulífið. Aukinn landflótti, kaupmáttarrýrnun og atvinnulíf sem getur ekki endurnýjað sig er það sem blasir við.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:13
Sammála þar sem þessi skattagleðin Steingríms er að sliga þau fyrirtæki sem eru úti á landsbyggðinni, svo að sumir hyggja á brottflutning og þá erlendis en ekki suður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 11:54
Takk fyrir innlitið - Arsenik samanburðurinn góður. Aðferð stjórnarinnar er sú sama og þegar Ólafur Ragnar - Svavar - Steingrímur og aðrir álíka voru í ríkisstjórn hér á áratugum áður. SJS er fastur í þeim farvegi - Ekki að furða - að Jóhönnu frátaldri eru allir ráðherrarnir ýmist gamlir félagar í Alþýðubandalaginu eða uppalningar þeirra. Jóhanna er reyndar að verða samdauna þeim hópi.
Það er meiniið Ásthildur - fólk fer erlendis og svo hælir stjórnin sér af því að það sé að fækka á atvinnuleysisskránni. Þvílík veruleikafirring.
Furðulegt að VG skuli halda fylgi og það á landsbyggðinni - Ísland er eina vestræna ríkið með "TÆRA" KOMMÚNISTASTJÓRN.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.2.2011 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.