Sorgardagur
2.2.2011 | 15:49
Eftir að hafa leitt þá vinnu að koma í veg fyrir landráðasamninga ríkisstjórnarinnar eru þetta mikil vonbrigði.
Frábær árangur flokksins í þeirri vinnu að koma í veg fyrir 500 milljarða drápsklyfjar er þakkarverður.
Þetta snérist hinsvegar ekki bara um upphæðir heldur prinsipp.
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Prinsipp Ólafur Ingi, ég skil þig ágætlega - en er það rétt að vera alveg "bókstafstrúar" - veit ekki - eftir allt sem runnið er nú til sjávar frá upphafi þessa máls þá hefur þó þetta áunnist - komumst við lengra eða viljum við fara dýpra í "holurnar" ?
verði þetta að veruleika þe að Icesave klárist svona - þá styð ég það - ég mun aftur á móti hugsa andstæðingum okkar í þessu uppgjöri þegjandi þörfina um aldur og ævi án alls æsings þó.... tja eða að mestu leiti - við verðu að halda áfram Sigurður ....
Jón Snæbjörnsson, 2.2.2011 kl. 18:32
Að sjálfsögðu höldum við áfram og það ber að þakka þingmönnum flokksins fyrir þeirra þrautsegju að verja land og þjóð fyrir landsöluáráttu stjórnvalda - engu að síður eru þetta vonbrigði og þau skrifast á undirlægjuhátt stjórnarinnar gagnvart bretum og hollendingum sem og AGS og ESB.
En tek undir orð þín.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2011 kl. 19:20
Ekki nokkur skapaður hlutur hefur áunnist í málinu eins og Jón segir að ofan. ICESAVE er ólöglegt, nauðung, skuld glæpamanna sem við berum ekki nokkra ábyrgð á samkvæmt neinum dómi eða lögum og alþingi hefði ekki átt að vera endalaust að ræða málið heldur hafna þvi með öllu.
Elle_, 2.2.2011 kl. 19:40
Það er mikill misskilningur að Icesave-samningar-III séu hótinu betri en Icesave-samningar-II. Ekki skiptir máli hvort maður er hengdur eða skorinn, hann er í báðum tilvikum dauður. Þetta er ein af þeim staðreyndum sem Icesave-stjórnin vill ekki viðurkenna.
Ég fullyrði að miklu fleirri gildrur og áhættur eru fólgnar í Icesave-samningunum en komið hafa fram opinberlega. Ætla þingmenn að bera ábyrgð á mistökum sem þeir hafa ekki heyrt nefnd ? Þessar áhættur tengjast lögsögu Íslands yfir þrotabúi Landsbankans og lögum um TIF.
Góðri stöðu Íslands er sópað til hliðar með afsali lögsögu Íslands til lögsögu Bretlands. Um þetta atriði er logið í áliti ríkisstjórnarinnar úr Fjármálnefnd.
Það vekur athygli að þeir þingmenn sem vilja beygja sig fyrir forsendulausum Icesave-kröfum, vilja ekki að að fullveldishafinn - þjóðin sjálf komi að málinu. Að sjálfsögðu verður haldið þjóðaratkvæði um Icesave-lög Alþingis. Þessum lögum verður hrundið.
Getur verið að foringjum Sjálfstæðisflokks komi til hugar að þeir sem í þjóðaratkvæði snúast gegn stefnu flokksins muni veita flokknum atkvæði sitt á nærstunni ? Flokkurinn er að fremja pólitískt sjálfsmorð.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:38
Það er ólíkt Sjálfstæðisflokknum (í sögulegu ljósi) að láta erlend ríki ganga yfir Ísland án þess að réttarstaðan sé könnuð fyrir dómstólum. Raunar einsdæmi. En Bjarna dreymir um stjórnarsamstarf með Samfylkingunni og þannig verður það uns hann er kosinn frá.
Geir Ágústsson, 7.2.2011 kl. 22:57
Geir - ég tel Bjarna hafa gengið fram af ótrúlegu hugrekki í þessu máli - fyrst að standa gegn 1 og 2 og standa svo með skynsemina að vopni og samþykkja 3 - sem mun vera tíu prósent af upphaflegum tölum. Þeir sem segja þennan samning ekkert skárri en það sem á undan kom verða að rökstyðja það mál. Við stöndum ein - meira segja FRÆNDUR OKKAR OG VINIR þ.e. vesalingarnir á norðurlöndum berjast gegn okkur - og svo að sjálfsögðu gegmenguð Evrópa. Við stöndum líka frammi fyrir því - í samningi á milli 3 landa - að hafa hafnað eigin samningum í tvígang - eigum við að gera það einu sinni enn? Þá held ég að endanlega verði þjóðinni sparkað sem siðaðri þjóð. Nóg er að vera með Helstjórnina sem enga samninga virðir og er að hrekja allt sem heitir erlend fjárfesting úr landi og frá landi. Gleymum því ekki heldur að bretar og hollendingar eru þrautjálfaðar kúgunarþjóðir sem kunna allan pakkann. Þær þjóðir hafa allt evrópulið Jóhönnu með sér og norsku Quislingana líka.
Það fólk sem enn heldur sig við dómstólaleiðina verður að skoða það að esa úrskurðurinn var gegn okkur - það er líka vísbending - (svo ættum við að skoða okkar gang í gjaldeyrishöftunum - þar erum við líka að brjóta alþjóðlega samninga um frjálst flæði -
Bjarni leggur pólitíska framtíð sína að veði fyrir velferð þjóðarinnar. Hann leggur allt undir til þess að þjóðin komist með sem minnstu tjóni út úr þessu máli. Hann er ekkert sáttari en við hin - hann hefur bara meiri víðsýni. Og kanski meiri þroska en við hin.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.2.2011 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.