Enn er djöflast á almenningi

 

Og stjórnin situr enn -  hvað ætlum við að bíða lengi - fólk flykkist erlendis og færri og færri verða eftir til þess að endurreisa þjóðfélagið. Og Helstjórnin brýtur allt á bak aftur sem gæti orðið almenningi að gagni.


mbl.is Enn hækkar eldsneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur alltaf verið djöflast á almeningi, nema að í góðærinu þá var djöflast í almenningi til að taka lán og svo var næg vinna fyrir "almenning" til að geta unnið eins og skepnur. Það þykir svo töff á Íslandi að vera skepna meina vinna eins og skepna.

Hafið engar áhyggjur þessi cirka 7 eða 10 % hafa það áfram gott,  þarf Ísland einhverja millistétt nei held ekki hún er meira svona óþarfa nýjung eins og lcd tv.

Baddi79 (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:05

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Og hluti almennings keypti fagurgala bankanna og ætlaði að verða ríkur án fyrirhafnar - kemur svo núna og segir allt vera öðrum að kenna - það var enginn neyddur til þess að taka lán. Það er ekkert til sem heitir ókeypis. Það fólk sem ætlaði að eignast heilu húsin o.fl. án þess að borga sannvirði fyrir eignirnar ætlaði að senda öðrum reikninginn - láta aðra borga. Svo eru það þeir sem tæmdu bankana og mergsugu þjóðina - það er aftur á móti í mun stærri mæli - en sama hugsun - láta aðra borga. Þeir eru reyndar - réttilega - flokkaðir sem glæpamenn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.2.2011 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband