Undarlegt fyrirkomulag - lögvarinn þjófnaður.
19.2.2011 | 06:46
Hvort sem það er í þessari grein eða öðrum gilda þær reglur að eigendur vörunnar (birgjar) fá ekki eigur sínar afhentar við þrot smásalan. Eigur birgjanna renna inn í þrotauppgjör smásalans.
Þetta er brjálað fyrirkomulag og væri fróðlegt að vita hversvegna þessum lögverndaða þjófnaði var komið á.
Muni ég það rétt var látið reyna á þetta fyrir dómi varðandi útivistarvörur fyrir nokkrum árum en eigandi vörunnar tapaði málinu.
Útgefendur tapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála..
Svosem ekkert einsdæmi.
Hver man ekki þegar Mikligarður fór yfir.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 08:28
Algjörlega sammála. Það ætti ekki að vera neitt stórmál að afhenda birgjum þær eignir, sem þeir geta sannanlega sýnt framá að eru þeirra.
Jóhann Elíasson, 19.2.2011 kl. 09:56
Þetta eru furðuleg ólög - í dag starfa mörg fyrirtæki undir verndarvæng ríkisins. Mörg þeirra sem fóru í þrot - kanski öll - héldu áfram og seldu þessa stolnu vöru.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2011 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.