Böðullinn bíður í London -

Íslandsböðullinn bíður í fjármálaráðurneytinu og skapanornin í forsætisráðuneytinu.

Hverju voru þau búin að lofa???

 


mbl.is Bresk stjórnvöld bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Ég sá hann, á safni í Tower.  Hann er ljótur, en hann var steindauður.

Íslenska hyskið lifir hinsvegar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll félagi  - við verðum að fá hlutlausa aðila til þess að fara yfir Icesave fyrir kosningar - ekki láta moka yfir okkur pöntuðum niðurstöðum - er virkilega hvergi að finna hagfræðinga eða lögmenn sem við getum treyst til þess að segja okkur satt??

Böðlaparið JS og SJS mættu gjarnan gista Tower til frambúðar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 06:26

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Upplýsingarnar liggja allar fyrir, en ekki kannski mjög aðgengilegar. 

Lagahliðin hefur fengið ýtarlega umfjöllun hjá lögfræðingunum Stefáni og Lárusi, sem og í greinum Sigurðar Líndals.  Mótrök ICEsave sinna eru engin, segir margt.

Um áhættuna af dómsstólaleiðinni er skýrsla sem Stefán og fleiri unnu fyrir fjárlaganefnd, þar sem segir "mjög ólíklegt" um mismunadóminn, en skiptar skoðanir um 20.000 evra lágmarkið.  

Gammagreining vann mjög vandaða skýrslu, ég fór yfir hana, sá ekki flöt til að gagnrýna hana, það er draga í efa niðurstöður hennar um 60-220 milljarða kostnaðinn.  Og þar kemur skýrt fram að óvissan er mikil.

Út frá þessum gögnum hafa stjórnmálamenn snúið öllu á hvolft, mjög litlar líkur verða mjög miklar, gríðarleg óvissa verður næstum því 47-60 milljarðar.

Svo er það bara spurning hvort fólk kaupi svona málflutning.

Eftir stendur hið ískalda hagsmunamat. 

Ég er vissulega ekki sammála því, ekki frekar en ég er sammála því að hagsmunamat réttlæti morð, því undanlátsemi við kúgun er alltaf upphaf mikilla hörmunga.  En ég viðurkenni að það eru rök í málinu, og fullgild ástæða fyrir því að fólk vilji segja já.

En það já verður þá að byggjast á staðreyndum málsins, menn mega ekki "minnka" kostnaðinn, og "auka" dómsstóla áhættuna.   Það er vissulega mjög erfið lína í málflutningi, og Bjarni hefur iðulega dottið út af henni.  En það er himin og haf á milli hans málflutnings og þess sem kemur frá Samfylkingunni, hann er meira svona eins og Steingrímur, þykjast báðir vera með tannpínu en samt, láta sig hafa það.

Ég verð aldrei sáttur nema dómur falli, annað er villimennska lögleysunnar.

Verði hann ranglátur, þá verður barist gegn honum, sé hann réttlátur, þá verður unað við hann.

En dómur er sáttin, og ótrúlegt að skynsamt fólk skuli ekki geta lagt það til.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 08:13

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég held að það hefði verið óheppilegt að Alþingi hefði sagt nei. Þar er fólkið sem þarf að hafa bein samskipti við nýlendukúgarana. Ef niðurstaðan verður nei og kemur frá þjóðinni horfir það öðruvísi við. En þá stendur þjóðin frammi fyrir öðru - hvað ef dómurinn fellur okkur slgjörlega í óhag og dæmir okkur í einhverjar fantagreiðslur? Þú veist að ég er EKKI ESB SINNI - en ég er hikandi í þessari ákvörðun. Rök Bjarna og fleiri aðila innan forytu flokksins sem ég hef rætt við eru sterk og skynsamleg.

Hvað sem því líður þá er þessi atkvæðagreiðsla fyrirliggjandi og það verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna OG afleiðingarnar. Eftir það verður ekki hægt að segja eitt eða neitt ef ef ef eða kanski.

Bestu kveðjur austur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband