Vantar fleiri nöfn.

Ég heimta nöfnin

Kristóbert - Sjallinn - Parína - Pipri - Patríníus - Uppris.

Óþolandi að auglýsa bara Berni - sósuna ern ekki pipar - Stapann en ekki Sjallann - og fyrst Einína má vera með þá finnst mér að tvíburar megi það líka o.fl.

Sanngirni í þessi mál.


mbl.is Nafnið Stapi samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Aumingja börnin sem þurfa að heita Einína og Stapi.

Annars var Grefillinn með fleirum á blogginu sínu (sem var lokað fyrir tilstilli illgjarnra manna) með lista yfir mannanöfn sem mannanafnanefnd ætti að samþykkja. Ég náði því miður ekki að afrita listann, en eitt af kvenmannsnöfnunum sem var stungið upp á varu kvenmannsnöfnin Gotrauf og Hormotta, sem eru í bezta falli vafasöm. Enda var það ekki alvarlega meint.

Misyndiskonan Séra Auður Eir átti tvær dætur sem hún kallaði Döllu og Þöll. Ég þekkti þær vel þegar ég var strákur enda voru þær á mínum aldri. Sú yngri, Dalla, þjáðist fyrir nafnið alla ævi, auk þess að þurfa að þola harðræði móður sinnar. Aðeins kvikindislegir foreldrar gefa börnum sínum hlægileg nöfn.

Bara af því að nöfn eins og Ljótur, Mörður, Ormur, Bolli og Melkorka koma fyrir í Íslendingasögunum, þá er ég alfarið á móti því að gefa börnum svona ljót nöfn.

Vendetta, 24.2.2011 kl. 17:46

2 identicon

Nafnið Berni er ekki borið fram eins og sósan það er borið fram eins og Árni eða það er að segja -rn (eða kvennmansnafnið Arna eða Erna sbr. Berni í þgf. (til) Berna)). Nafnið er stytting á nafninu Bernódus sem afi minn og bróðir minn heitinn hétu.

Nafnið Stapi er eftir langafa barnsins sem hét Hjörtur Stapi - frá Stapadal. 

Þannig að þú sérð að nöfin eru ekki til þess að gera lítið úr börnunum, drengirnir eru skírðir eftir mönnum sem foreldrarnir hafa litið upp til og vilja þar með heiðra minningu þeirra. Þessir drengir munu verða stoltir að bera þessi flottu nöfn.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta á sennilega að vera létt grín hjá þér en það getur oft verið gott að fá útskýringu á því sem maður ekki skilur. 

Arndís (móðir Berna) (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:47

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þjóðbraut og Almannagjá eru ennfremur mjög óheppileg nöfn á stúlkum. Magnað hvað nafnið Mörður er sterkt og innræti marðarins virðist fylgja sumum með þetta nafn.

Annars er ég sammála þér varðandi nöfnin - áður en fólk ákveður nafn á barnið sitt ætti það að fara út í dyr og öskra nafnið í smá stund og endurtaka þetta nokkrum sinnum. Þetta er jú nafnið sem þau þurfa að öskra - og segja - í æði mörg ár. - Dæmi - Ljóti Ormur - Svarti Mörður - Dalla Hormotta - Ingiríður Ósk - Hreinn Sveinn. Samsetningar geta verið varasamar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2011 kl. 00:41

4 Smámynd: Vendetta

Mér finnst oft Mannanafnanefnd vera of frjálslynd í að samþykkja beiðnir um ný nöfn. Af fréttatilkynningum að ráða, einblínir nefndin alltaf á hvort hægt sé að beygja nafnið eftir íslenzkum reglum, en er sama um það hvort nafnið sé afkáralegt miðað við önnur íslenzk nöfn eða miðað við íslenzka tungu yfirleitt og allt það sem nafnið kann að tengjast.

Foreldrar sem velja börnum sínum nöfn sem eru útlenzk að uppruna verða líka að huga að því að ekki öll hljóma heppilega á Íslandi, ef þau hyggjast búa hér. Tvö dæmi: Kvenmannsnafnið Vera var algengt í Bretlandi, en hljómar asnalega á íslenzku og getur orðið orsök eineltis. Nafnið Bera veit ég til að amk. ein íslenzk kona heitir, hún er nú orðin mjög roskin. Henni hefur verið strítt með því löngu eftir að hún varð fullorðin. Nafnið er á rússnesku borið fram sem Vera og er mjög algengt fyrir austan tjald. En Bera hljómar óheppilega á íslenzku.

Önnur kona á Íslandi heitir Friðsemd. Nú vita allir að svona nöfn eru til í enskumælandi löndum: Tranquility, Felicity, Serenity, Hope, Honesty, Harmony, Faith, o.fl., sem hljóma ágætlega á ensku en mikið síður sem stúlkunöfn í íslenzkri þýðingu.

Hvað okkur sjálf snertir, þá bera öll okkar börn útlenzk nöfn, sem eru gullfalleg og hljóma vel á öllum tungumálum. Og eru þau mjög stolt af nöfnum sínum.

Vendetta, 25.2.2011 kl. 15:51

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bera Nordal er kornung kona fædd 54 -

Nafnið Ljótur hljómar illa í dag en mun hafa þýtt fagur.

Torfhildur er nafn sem ég skil ekki að sé sett á stúlkur -

Jarþrúður er til OG einnig JARÐÞRÚÐUR -  hinsvegar þykir mér nafnið Diljá meirháttar fallegt. Vígdögg á líka aðdáun mína.

Það væri gaman á sjá nöfn barna þinna - en ég tek undir með þér - sum "íslensk" nöfn eru dálitið ekki íslensk þrátt fyrir beygingar -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.2.2011 kl. 11:48

6 Smámynd: Vendetta

Ég var nú meira að hugsa um Beru Þórisdóttur, sem er komin yfir sextugt. Hún er fyrrum menntaskólakennari. Ég vona að hún taki það ekki illa upp að ég nefni hana hér í allri vinsemd.

Ég get því miður ekki sagt þér nöfn barna minna, því að þá myndu allir vita undireins hver ég er. Og það yrði andstætt nafnleysisreglunni. En ég get sagt þér um nöfn þeirra, að:

  1. Nöfnin innihalda eitt til þrjú millinöfn.
  2. Nöfnin (fyrstu nöfnin og millinöfnin) eru mjög algeng í þremur eða fleirum löndum á meginlandi Evrópu.
  3. Ekkert af nöfnunum er íslenzkt, en sum eiga íslenzka hliðstæðu en með allt öðrum rithætti.
  4. Ekkert af nöfnunum er gefið í höfuðið á ættingjum, þeim til mikillar furðu. Fyrirmyndir nafngiftanna eru mismunandi.
  5. Öll nöfnin hljóma mjög vel á öllum þekktum tungumálum, líka á íslenzku.

Þegar við hjónin komum okkur saman um nöfn á börnum okkar, komu mörg til greina eins og skilja má, því að við vorum engan vegin bundin af neinni kvöð að skíra börnin í höfuðið á ömmum og öfum, eins og svo algengt er á Íslandi (að vísu er ekkert barnanna skírt í kirkju, svo að orðið nafngift er betra orð en skírn).

Nú, ef enginn hefur dáið úr leiðindum ennþá, þá leyfi ég mér að halda áfram. Við settum okkur tvær reglur:

  1. Nöfnin urðu að hljóma vel á þeim tungumálum í öllum löndum sem við kynnum að flytjast til, og ekki hafa nein óheppileg tengsl (recognitive dissonance) á þeim tungumálum eða vera á neinn hátt íþyngjandi fyrir börnin. Við vildum að þau yrðu stolt af nöfnum sínum.
  2. Nöfnin áttu ekki að vera tízkunöfn. Á þeim tíma voru rússnesk nöfn mikið í tízku á Vesturlöndum. Sumir foreldrar völdu nöfnin Anastasia eða Natasha fyrir dætur sínar. Þótt Anastasia sé fallegt nafn, þá er það dálítið snobbað, en við veltum því lengi fyrir okkur. Natasha vildum við ekki velja því að það var orðið allt of algengt.
  3. Nöfnin yrðu að vera einhlítt annað hvort karlmannsnöfn eða kvenmannsnöfn. Sumir foreldrar í t.d. Bretlandi skírðu dætur sínar Sasha og Misha. Hins vegar eru Sasha og Misha rússnesk gælunöfn fyrir stráka, en eru ekki kvenmannsnöfn þar. En það gildir líka nöfn eins og Kim, sem er strákanafn í Danmörku, en kvenmannsnafn í Bretlandi.
  4. Nöfnin áttu helzt ekki að vera biblíulegs eðlis, þar eð við erum ekki trúuð, en enduðu engu að síður með að vera það.

Og hefð eða ekki hefð, mér finnst ekki að foreldrar sem gefa syni sínum nafn eins og Ljótr Urriðason vera í lagi.

Vendetta, 27.2.2011 kl. 15:07

7 Smámynd: Vendetta

Tvær reglur urðu að fjórum. Bið forláts.

Vendetta, 27.2.2011 kl. 15:08

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

En því breyta foreldrar ekki SÍNUM nöfnum bara,í stað barna sinna sem eiga ekkert val,því miður:):):)

Ég vorkenni börnunum okkar,það sem bíður þeirra......Icesave,Jóhanna&Steingrímur,og mörg hver nöfnin sem þau fá og er strítt á...

Ég vil ekki setja þessar byrðir á börnin,en þið:)?????

Halldór Jóhannsson, 28.2.2011 kl. 05:47

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Með þetta málfar hefðu þær gjarnan mátt verða mun fleiri hvað mig varðar. Ég held að það sé nánast einsdæmi að sjá jafn vandað málfar og þú temur þér. Bestu þakkir til þín fyrir það.

Þetta eru fróðlegar upplýsingar um mannanöfn. Ég verð að leggjast í rannsóknarvinnu til þess að finna út úr þessum vísbendingum.

Bestu kveðjur til þín

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.2.2011 kl. 05:49

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Halldór - við vorum víst að skrifa á sömu mínútunum - vissulega veljum við börnum okkar nörn - þau geta hinsvegar - kjósi þau svo - breytt nafni sínu.

Nöfnin Íslandsbani og Skapanorn munu varla festa rætur hjá okkur en hæfa parinu vel. Ekki þar fyrir - Skapanorn er gyðja sem ræður örlögum manna. Ég sé ekkert gyðjulegt við Jóhönnu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.2.2011 kl. 05:53

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Arndís - fyrirgefðu yfirsjónina - ér láðist að svara þér - vissulega átti þetta að vera grín í og með en öllu gríni fylgir jú nokkur alvara, Hinsvegar er alltaf fengur að því að fá svona fróðleik - það er á kristaltæru og þakkir til þín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.2.2011 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband