31.6% stuðningur við stjórnina
23.11.2008 | 14:05
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er stuðningurinn 31.6 % - Mér kæmi ekkert á ávart þótt þetta málgagn Jóns Ásgeir hefði rétt fyrir sér - Atgangur óábyrgra "fréttamanna" og annara starfsmanna fjölmiðla hefur verði með ólíkindum á undanförnum vikum. Oft hefur sést fáránlegur málflutningur en sennilega slær fjölmiðlalýðyrinn allt út á þessum síðustu tímum.
Það hefur verið látið í það skína að bankahrunið sé einsdæmi á Íslandi - önnur lönf komi þar ekkert nærri - Þetta hrun sem hófst í USA er af þeirri stærðargráðu að það stóð ekkert á móti - það hafði enginn burði til þess - Íslenska ríkisstjórnin hefur gert allt sem í mannlegum mætti er til þess að lágmarka skaðann - Gordon Brown lagðist hinsvegar á sveif með VG í niðurrifsstarfsseminni og sér ekki fyrir endann á því. Fjólmiðlar tyggja hinsvegar allt upp sem getur gert stjórnina tortryggilega og það sem hún er að gera. Það er ekki nóg með að Bónusmiðlarnir standi í þessu - Morgunblaðið gekk svo langt í róginum að ég sagði upp áskriftinni. Ég ætla á næstu dögum að týna til ótrúlega lágkúru fjölmiðla í umfjöllun þeirra um bankahrunið - stjórnina - fréttamat og meðferð frétta.
Það verða mikil skrif enda af miklu að taka í þessu haughúsi fjölmiðlunar á Íslandi.
Eitt að lokum -
Aðgát skal höfð í nærveru sálar - gerið ykkur grein fyrir afleiðingum þess að tala þjóðfélagið niður í svartnætti.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vel mælt Ólafur, mikið vildi ég að fleiri Íslendingar áttuðu sig á því hver er að stjórna fjölmiðlaumfjölluninni og mikið er ég ánægð með að fleiri sjái í gegnum ruglið sem þeir mata ofan í okkur.
sigrún (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.