Borgarspítali - bráðamóttaka

Það er ekki bara á Barnadeildinni sem frábært starfsfólk Landspítalans stendur vaktina - á Bráðamóttöku er líka yndislegt fólk sem fórnar tíma sínum frá fjölskyldu og vinum á jólum til þess að geta sinnt okkur hinum. Undirritaður skreiddist þangað um kl. 23 á aðfangadagskvöld - búinn í einhvern tíma að syndga upp á náðina með sykursýkina - og  skellurinn kom á aðfangadagskvöld. Fumlaus handtök - allt kannað - var annar möguleiki fyrir hendi - nei ekki - mælingar - lyfjagjafir - og innilegt elskulegt viðmót allra - sem Helga Sif ( vona að ég fari rétt með nafnið ) setti svo punktinn yfir i ið með þegar staðurinn var yfirgefinn fyrir tæpum hálftíma síðað.

 - Takk fyrir frábært heilbrigðiskerfi - sem væri ekki svona frábært ef þar starfaði ekki yndislegt fólk sem er til í að fórna sínum tíma þegar við hin erum í faðmi fjölskyldunnar.

Takk - Guð blessi ykkur - og gleðileg jól

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Börn fái að halda jólin heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband