Kjánakrati

Kjánakrati - kallar einn af þingmönnum samstarfsflokksins kjánaþingmann. Ég tel rétt að kjánakrati kynni sé skrif eigin kjörinna fulltrúa hvort sem er á þingi eða á sveitarstjórnarstiginu. Kanski kjánanafnið sem hann setti á þingmann XD rati aftur til föðrhúsanna í Samfylkingunni.

Magnað þótti mér að lesa það hjá kjánakrata að stefna XD hafi hrundið heimskreppunni af stað - Öflugur flokkur Sjálfstæðisflokkurinn.

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðuleg hugmynda auðgi Íhaldsins: Að taka upp óbreyttar tilögur Guðna Ágústssonar og markmiðanefndar Framsóknar síðan í sumar, um þjóðaratkvæði til að fá umboð, eða synjun meiri hluta þjóðarinnar, varðandi það að hefja viðræður við EB til að kanna hvað okkur stæði til boða ef af inngöngu okkar yrði. Þegar það lægi fyrir, skilmálar og kröfur EB gagnvart inngöngu Íslands, lagði þessi markmiðanefnd Framsóknar það til, að aftur yrði þjóðaratkvæði greitt til samþykktar eða synjunar um inngöngu Íslands í Efnahagsbandalag Evrópu. Nefndin hafði kannað málið vel og skilað ítarlegu áliti, og þetta var niðurstaðan. Talsmenn annarra flokka, ekki síst ráðherrar og margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, báru lof á þetta framtak Framsóknarflokksins . Fannst það athyglisvert að nálgast þetta stórmál framtíðar þjóðarinnar með svo vönduðum undirbúningi, sem skýrsla nefndarinnar sýndi, þegar hún var lögð fram. Núna er helst að sjá að Sjálfstæðismenn ætli í vandræðum sínum að tileinka sér tillögur Framsóknar síðan í sumar, til að reyna að klóra sig út úr þeim vandræðum sem einstrengingsleg neitun þeirra þar til nú hefur komið þeim í, alveg sama þó gjörbreytt landslag á þessu sviði hafi blasað við. En þegar flokkurinn hefur tapað meira en helmingi kjörfylgis og samstarfsflokkurinn veifar stjórnarslita svipunni yfir hausnum á vængbrotnum sundurþykkum og ráðalitlum Sjálfstæðisflokki þá á að reyna að gera sig gildandi aftur. Ekki fyrir eigin ágæti, nei nú er bjargvestið fengið að láni hjá Framsókn, Ármann úr Kópavogi neitar að þiggja aðstoð frá Skútu Samfylkingarinnar sem lensar  greitt undan vindi í átt til EB hafnar, og svarar áhöfninni köpuryrðum þegar þeir bjóða áttavilltum samstarfsflokki leiðsögn úr pólitískri hafvillu í dimmum þokubökkum á kreppuslóðum. Nei, það leiðarljós sem Sjálfstæðismenn sjá, og ætla að fylgja, er eins og forðum skíma úr glugga Framsóknar. Er ekki sagan að endurtaka sig?

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sjálfstæðisflokkurinn tekur sínar ákvarðanir á landsfundi - hvorki Framsókn - Samfylking né aðrir segja þeim fundi fyrir verkum - ekki einu sinni flokksforystan - einhverja niðurstöður varðandi Evrópu verða á sömu nótum og einhverra annara - annað kemur ekki til greina þar sem allar mögulega hugmyndir og leiðir hafa komið fram - bæði innan flokksins og utan hans. Hitt er svo annað. ÞAÐ VERÐA ENGAR LÝÐSKRUMARAÁKVARÐANIR TEKNAR Á LANDSFUNDINUM. Allt skv. þeim upplýsingum sem munu liggja frammi frá vinnuhópunum og einstökum fulltrúum sem eru að kynna sé málin sjálfstætt.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.12.2008 kl. 19:53

3 identicon

Allir flokkar halda landsfundi, Sjálfstæðisflokkurinn er þar engin undantekning.  Það er ákaflega sjaldgæft að landsfundir marki einhverja nýja stefnu sem flokkselítan er ekki búin að stimpla sitt nafn á, janúar verður mánuður slíkra stimpla.  Flokkselítan segir landsfundargestum hvað skal samþykkja.  Ef að landsfundur sjálfstæðisflokksins brýtur blað og fer gegn flokksforystunni í veiga miklu máli og tekur til í ráðherrahópnum og les þingmönnum pistilinn þá skal ég kjósa hann aftur, hef enga trú á að það gerist.  Sjálfstæðisflokkurinn og lýðræði eiga ekki heima í sömu setningunni.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:06

4 identicon

Hr. Ólafur I. Hrólfsson: Hvaðan kemur  blessaður sakleysinginn?  Gerðu þér grein fyrir því að fylgishrun Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar Geirs Hilmars Haarde, og sívaxandi vantrú kjósenda á að Sjálfstæðisflokkurinn , gamall, staðnaður og lúinn hugsjónalega sé lengur fær um að stjórna landinu, veldur þvílíkum ótta í forystusveit flokksins, að þau eru meira en tilbúin að kyngja hverju sem er, og hversu bragðvont sem það er, BARA til að hanga á valda stólunum. Víla ekki fyrir sér hringsnúninga í stórmálum eins og aðildarviðræðum við EB sem löngum hefur verið eitur í beinum sanntrúaðra bláliða. Ekki efast ég um, að búið verði að sjóða saman eitthvað plagg til að láta ykkur greiða fundargesti greiða atkvæði um, og ykkur verður gert fyllilega ljóst hvað er guði ykkar þóknanlegt í þeim efnum, og tillit verður tekið til þess á "þessum tímamótafundi". Þó flokkur sem samkvæmt fylgiskönnunum er studdur af fimmtungi þjóðarinnar, og minkar trúlega meira er líður á veturinn og harðar sverfur að fólki og fyrirtækjum, álykti eitthvað til samþykktar eða synjunar  á "landsfundi", þá skalt þú ekki líta á það sem vilja allrar þjóðarinnar. Við skulum nú sjá til hvort afraksturinn  ber ekki keim af hugmyndum Guðna Á. og Framsóknar!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stefán minn

hvað mælist fylgi Framsóknar????

Ekki vænlegt að fara í þau spor.

Eins og áður er sagt markar Sjálfstæðisflokkurinn sína stefnu sjálfur OG Landsfundur flokksins hefur haft tilhneygingu til þess að fara á skjön við forystuna - málefnavinna flokksins fyrir Landsfund endurspeglar líka vilja flokksmanna - síðan ef málefnavinnan á fundinum og margt breytist þar líka og sýnir enn betur vilja flokksmanna.

Sjáum hvað setu en mundu - vitur maður skiptir um skoðun en aulinn aldrei - ef okkur svo sýnist snýst afstaðan til Evrópuaðildar - annars ekki - niðurstaðan verður byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum eða stefnu Framsóknar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.12.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu Björn

Þú fer fram á dálítið mikið -

ekki veit ég um nokkurn flokk sem hefur gert allt þetta á einum Landsfundi - en eins og þú segir réttilega er Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn um að halda slíka fundi.

Æði oft hefur það nú samt gerst að fundurinn hafi farið gegn forystunni en hafa ber í huga að það eru samherjar á fundinum með svipaðar skoðanir þannig að það er varla óeðlilegt að fólk sé samstiga. Á fundinum núna verður tekist á um Evrópumálin - það er á hreinu - hvernig þú túlkar þetta er þitt mál - en þar sem flokksmenn eru - eins og víðast annarsstaðar - ekki einhuga í málinu kemur í ljós hvor skoðunin verður ofaná.

Svona til þess að gleðja þig aðeins - ég er ekki einn á þeirri skoðun að breyta beri ráðherralista flokksins. En það eru varla fréttir fyrir þig.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.12.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband