Sjálfsvörn
27.12.2008 | 12:24
Styrjaladir eru alltaf andstyggð EN
Hamas tilkynnti að vopnahléi væri lokið - vígasveitir þeirra alvanar því að skjóta eldflaugum á Ísrael - hvort sem vopnahlé er í gangi eða ekki - Staðsetning Hamas á bækistöðvum í íbúðahverfum er þeirra mál.
Annars er það undarlegt að þegar Hamas tilkynnir mannfall þá virðast bara konur og börn láta lífið.
Samanstanda Hamassamtökin bara af konum og börnum? Hvar eru karlmennirnir í Hamas?
Ólafur I Hrólfsson
Röð loftárása á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú ert nú meira helvítis ógeðið...
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 27.12.2008 kl. 12:36
Sæll Óskar - rakettur (eldflaugar) Palestínumanna eru alveg jafn banvænar og önnur morðtól af þeirri tegund - sama hver sendir þau af stað - Hamas afturkallaði vopnahléið - því miður - annars virða þeirra vígasveitir svosem engin vopnahlé - og morð eru aldrei réttlætanleg - en hvað myndir þú gera ef nágranni þinn og þú væruð búnir að berjast árum og áratugum saman og eftir smá hlé segði hann við þig - heyrðu ég ætla að fara að herja á þig aftur - grípur þú þá ekki til varna? að sjálfsögðu. Fyrstu fréttir voru 155 fallnir - áðan 40 - þessi átök náskyldra aðila eru andstyggð en Arabar og Ísraelar eru jú bara hvor sín liðin á sama pening.
Guðjón Heiðar - yfirlýsing þín er mjög málefnaleg - eða þannig
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:46
Horfðu á fréttamyndirnar Ólafur Ingi, það er ótrúlegt að einhver geti réttlætt þessa glæpamennsku Ísraelsmanna.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.12.2008 kl. 12:49
Sammála Ólafur Ingi!!
Hörður Einarsson, 27.12.2008 kl. 12:52
Það er ömurlegt að það sé að finna fylgismenn Síonista á Íslandi
Magnús Bergsson, 27.12.2008 kl. 13:02
Þú ert nú ljóti kjáninn. Omega er ekki ómengað!
Höfundur ókunnur, 27.12.2008 kl. 13:10
Réttur til að verja sig hlýtur að vera algjör. Hitt er annað mál hvort Ísraelar eigi yfir höfuð að vera þarna eða ekki. Þeir hafa því miður farið langleiðina í því að hegða sér eins og sá kúgari sem þeir flýðu undan rétt fyrir miðbik síðustu aldar.
Fólk verður hinsvegar að gera sér ljóst að Ísraelar munu aldrei yfirgefa Ísrael með góðu og hvað er þá til ráða. Þarna eru aðallega tveir herskáir hópar, Palestínumenn með Hamas og síðan jafn öfgafullir ofsatrúarmenn Ísraela. Mitt á milli eru hinn almenni Palestínumaður og Ísraeli sem ekki þrá heitar en frið. Sorgleg staða sem er illleysanleg meðan forsvarsmenn beggja fylkinga eru við völd.
Guðmundur Zebitz, 27.12.2008 kl. 13:16
Þú ert maður grimmur
einar (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:18
Jæja Magnús - er erfitt að þola það að einhverjir séu þér ósammála - ææ
Þakka þér Hörður -
Sigmar Þór - ég er á móti ofbeldi en HLYNNTUR því að fólk megi verja sig - það er það sem er í gangi núna -Hvað hefðir þú sagt ef Arabaríkjunum hefði tekist ætlunarverk sitt að keyra Ísraelsmenn í sjóinn. ÞJÓÐARMORÐ - ALGJÖR ÚTRÝMING. Í staðinn varð 6 daga stríðið mesta niðurlæging sem Arabar hafa orðið fyrir. - um100 milljón Arabar lágu kylliflatir og niðurlægðir fyrir að mig minnir 4 milljóna þjóð Ísraelsmanna. Varla þarf að taka það fram að vopnabúr Araba var svo margfalt stærra en Ísraelsmanna að það var fáránlegt. En Ísraelar höfðu eitt fram yfir Arabana - þeir voru að berjast fyrir tilverurétti sínum - Arabarnir bara að fá útrás fyrir innræti sitt.
Skoðaðu söguna - skoðaðu fréttaflutninginn sem var þannig fyrir áratugum að allt var gott sem Ísraelar gerðu og allt slæmt sem Arabar gerðu - svo leið tíminn og árin og fréttamönnum fór að leiðast að segja svon frá þessu og snéru við blaðinu - Arabar góðir Ísraelar slæmir.
Þvílík fréttamennska
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:20
Þegar Hamas-liðar skjóta sínum eldflaugum á Gyðingabyggðir kemur ósköp lítið um það í fréttum, en þegar Gyðingar svara fyrir sig ætlar allt um koll að keyra. Ef menn taka ekki eftir svona fréttamennsku er kominn tími til þess að þeir opni bæði augun.
Birgirsm, 27.12.2008 kl. 13:24
Rétt Bunki - réttur til sjálfsvarnar er eða á að vera algjör - Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að setja Ísraelsríku þarna niður - smá hluti af Gyðingalandi - að mestu eyðimörk sem Arabar höfðu ekki hirt um að koma í rækt eða byggð.
Hvort ferlið hefði orðið annað ef Arabar hefðu sætt sig við að Gyðingar fengu að setjast að á hluta af því landi sem þeir höfðu verið hraktir frá -
Ekki spurning - Ísraelsríki var ekki stofnað til höfuðs Aröbum - það er rangt að halda einhverju slíku fram. Viljum Sameinuðu þjóðirnar eða ekki. Eða viljum við - eins og Magnús hér á undan -( bara -hans skoðun )það sem okkur hentar frá þeim. Bar mín skoðun allt annað rangt? Varla
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:32
Þessi mynd lýsir ástandinu í Palestínu nokkuð vel, því miður
Birgirsm, 27.12.2008 kl. 13:42
Birgirsm frábær mynd - "fréttaflutningurinn" er fáránlegur af þessu svæði a.m.k.
Ég er kallaður síonisti fyrir það að verja rétt Ísraelsmanna til þess að verjast.
Ég spyr - þið sem eruð mér ósammála og viljið leyfa Aröbum að þurka út Ísraelsríki (skoða söguna) eru þið þá stuðningsmenn Al Kaida??
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:49
Ólafur Ingi
og ég hef verið kallaður Gyðingahatari fyrir það eitt að benda á orð Biblíunnar um Gyðinga.
Það er vandlifað í þessum heimi
Birgirsm, 27.12.2008 kl. 13:58
Þessu trúi ég vel -
annað - sjá fréttaflutning í dag - Vopnahléið rann út !!!!!!!!
það rann út vegna þess að Hamas tilkynnti að nú væri því lokið.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:13
Ef Hamas myndi taka að mig minnir 5. grein stefnuskrárinnar, um eyðingu Ísraelsríkis, hætta að skjóta eldflaugum á Ísrael og lýsa yfir friðarvilja og bjóða sig fram til friðarviðræðna, þá myndu atburðir eins og þessir heyra sögunni til.
En nei, heimsk fórnarlömb hlutdrægra fjölmiðla á vesturlöndum falla fyrir áróðri um að Ísrael sé að murka lífið úr konum og börnum. Skv. þessu eru fallnir Hamasliðar ekki menn.
Hamas kemur aldrei til með að sýna friðarvilja á meðan þeir njóta stuðning þeirra heimsku, enda er þessum hryjuverkasamtökum haldið uppi með fjárframlögum frá ríkum arabaríkjum og velviljuðum vesturlandabúum. Og á meðan svo er felast þeir á meðal barna og kvenna og skjóta eldflaugum að óbreyttum borgurum á næturna.
Athyglisverð fréttin frá því í gær, að eldflaug Hamas lenti "óvart" á blokk og drap tvær palestínskar stúlkur. Það var lítið gert úr þessu í pressunni, enda tryggilega tekið fram að hér væri um "óviljaverk" að ræða. Ef þetta hefði verið ísraelsk eldflaug, þá hefðu rasistarnir ekki látið deigan síga við kynþáttafordómana í garð gyðinga.
Lýðræðisvinur (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:29
Það er líkt með KÚK og SKÍT. Af tvennu ÍLLU eru Gyðingarnir skárri en Arabarnir.
Tek ekki mark á fréttaflutningi fjölmiðla!
V. J. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 16:29
Hver sá sem hefur smekk fyrir það að fela sig innan um óbreytta borgara= konur, börn og gamalmenni, er ekki hermaður, heldur ótýndur glæpamaður. Ég er svo langt frá því að ætla verja það sem ísraelsk stjórnvöld eru að gera, en hamazliðar eru svo siðlausir að engu lagi er líkt, og myndin hér að ofan lýsir því betur en nokkur orð. Og eins og fram kemur hér ofar er alveg merkilegt hvað einingis óbreyttir láta lífið í Palestínu, vegna aðgerða frá gyðingum. Miðað við þeirra vel smurðu áróðursmaskinu er þetta bara ekki að ganga upp að mínu viti, það er klárt mál að eitthvað er ekki eins og það á að vera í fréttafluttingi frá þessum svæðum.
(IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:15
Við skulum bara vona að íslenska lögreglan fari ekki að fordæmi Ísraela og fari að nota skriðdreka, orrustuþotur og árásarþyrlur við löggæslu.
Það eiga allir rétt á að verja sig en þeir hafa ekki rétt til að grípa til hvaða aðgerða sem er.
Ég hef aldrei skilið þá hugmynd að það sé í lagi að drepa saklausa borgara. Þeir sem því trúa eru komnir á sama 'plan' og hryðjuverkamennirnir og á því plani verða þeir ekki sigraðir.
Lúðvík Júlíusson, 27.12.2008 kl. 19:26
Mikið óskaplega getur fólk sorglega illa upplýst áður en það tjáir sig. Viljið þið vinsamlega lesa bækur eða ritverk um Palestínudeiluna (t.d. má byrja á http://www.chomsky.info/books/dissent01.htm eftir Prófessor Noam Chomsky) áður en þið ausið af brunnum visku ykkar og dæmið heila hópa án nokkurrar sýnanlegrar vitnesku um hvað sé í gangi á þessu svæði eða tilkomu átakanna? Í svo mörgum orðum: Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Joi (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 21:51
Þú átt að kynna þér söguna Ólafur, Palestina hefur alltaf verið byggt Palestinumönnum af öllum trúarbrögðum. Það vöru Múslimar í meirihluta , Kristin og minni hluturinn voru Gyðingar . Jaffa appelsin sem þú borðar er frá arabisku borginnni Jaffa, sem Tel Aviv hefur næstum því gleypt. Palestina var byggð af Palestinumönnum annars hvernig getur þú skýrt fyrir mér hvernig ég er, og forfeðrar mínir eru Palestinumenn.Ég er fæddur í Jerusalem, Pabbi minn og afi og lang afi og........ alveg til ég veit ekki hvenær eru fæddir og uppalinir í Hebron. Ég veit ekki betur en við höfðum búið í þessu landi frá því landið var kallað Canaan Land þangað til Zionister og þeirra glæpasveitir hafa komið frá Evrópu og hrakið okkar í burt. Er það við sem viljum hrekja Gyðingana i burt, eða er það ekki Gyðingarnir sem hafa hrakið okkur og stolið okkar land og byggðir? . Þú átt að lesa um sögu glæparikið Israel og láta þetta bull um að Guð hefur lofað og gefið þeim landið vera. Hvernig með kristin Palestinumenn sem sæta nákvæmlega sömu meðferð hjá Gyðingum og Múslimar þurfa að þola . Þið sem styðjið Ísrael eiga að skammast ykkar. Í ykkur augum eru allir sem veita hernámið mótspyrnu glæpamenn. Israel er eina land í heimi sem er með hertekin lönd frá þrem löndum, Lebanon, Sýrlandi og Palestinu og eina land í heimi sem er mesta ógnun fyrir heimsfrið. Stoppum þetta skrímsli áður en hann tortímir okkar öll. Við Palestinumenn mun aldreig bugast, við mun halda áfram að sækja okkar rétt .
Salmann Tamimi, 27.12.2008 kl. 23:53
það er gömul, góð og gild speki sem segir....
Sá vægir sem vitið hefur meira.
Hver kemur til með að sýna vitglóru í þessum deilum þarna suðurfrá??? Báðir aðilar sýna fádæma heimsku því alltaf gengur allt út á að hefna harma sinna og þar með viðhalda helv..... viðbjóðnum. Það er hvor um annar þarna og það mun aldrei neinn vinna í þessu stríði sem meðal annars sýnir sig á ummælum Salmann Tamini hér fyrir ofan er hann segir
"Við Palestinumenn mun aldreig bugast, við mun halda áfram að sækja okkar rétt ". Og greinilega hvað sem það kostar.
Og munu þar með viðhalda manndrápum, og fela sig á bak við saklausa borgara svo hægt sé að birta það hvað hinn aðilinn er slæmur.
Málið er að báðir eru jafn slæmir því engin er tilbúin að sýna vitglóru. Ef þetta fólk vill virkilega fá frið í þessum löndum, þ.e. þeir sem stjórna þarna, þá skiptir ekki nokkru máli hver átti landið fyrst eður ei, málið er að finna lausn, en það er löngu orðið ljóst að hvorugur þessara aðila kæra sig um slíka lausn, þeir hafa sýnt það í gengum árin.
(IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 03:07
Það er ótrúlegt Salman Tamimi, að umburðarlynd þjóð eins og ég hélt að Íslendingar væru, skulu þola það að svona rasisti og þú fáir að búa hérna meðal okkar. Skv þinni eigin lífsskoðun ættum við að ryðja þér úr landi, svo þú og þínir rænið ekki landi og lífsgæðum frá okkur.
En sem betur fer erum við umburðarlyndari en svo. Þó finnst mér að yfirvöld ættu að taka hatursáróðurinn þinn til athugunar.
Að kalla heila þjóð glæpalýð er og verður skilgreindur sem hatursáróður, og það eru engar, nákvæmlega engar málsbætur sem þú hefur.
Ég hef megnustu skömm af lýð eins og þér.
Lýðræðisvinur (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 03:11
Það gleymist að á meðan vopnahlé stóð yfir, þá var Palestínumönnum allar bjargir bannaðar í aðföngum mats og lyfja. Hvað þá sjálfþurftarbúskapar. Meira að segja vatn fékkst ekki eða illa flutt til Gaza.
Hverslags vopnahlé er slíkt, á meðan hægt er að svelta "hinn helminginn?"
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2008 kl. 16:35
Þetta er sambærilegt við það að láta drepa alla fjölskylduna þín af því að þú fótbraust mig.
Líttu á tölurnar hérna og kallaðu þetta síðan "sjálfsvörn".
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.12.2008 kl. 16:46
Fylgist með sjónvarpstöðinni OMEGA. Þar á bæ virðast allir af örðum trúarbrögðum en Kristnum og GYÐINGUM (nota bene) vera réttdræpir eða því sem næst. Á þeirri sjólvarpsstöð er hinn heimsfrægi Billy Graham, fylgismaður bandaríska Hvítasunnusafnaðarins í hverjum þættinum á fætur öðrum. Getur einhver frætt mig um hvort OMEGA sé afsprengi Hvítasunnusafnaðarins? Því ef svo er, þá þarf ég snart að skipta um skoðun á þeim (sem ég hélt annars vera ágætis-) söfnuði.Er það ekki brot á Stjórnarskrá Íslendinga að vera með slíkan hatursáróður á fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð? Hvað ef svona sjónvarpsstöð væri með slíkan hatursáróður á móti kynþáttum og litarhætti manna? Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2008 kl. 16:47
Salman - leiðir okkar hafa legið saman áður - álit þitt á Íslendingum fór ekkert á milli mála - ég ætla ekki að vísa í persónulegar samræður frá því á árum áður en lýsi furðu minni á því að þú skulir búa hér enn innan um jafn lágkúrulega vesalinga eins og okkur - á sínum tíma var þér bent á það að við hefðum ekki beðið þig að koma hingað og þér væri frjálst að fara - því fyrr því betra - þú hefur gefið þig út fyrir að vera talsmaður Múslima á Íslandi - Múslimatrú skv. Kóraninum er falleg trú - trú sem bannar að myrða annað fólk og bannar að taka sitt eigið líf. Kanski eru Al Kaída samtökin ekki mönnuð Múslimum - Kanski eru Hamasliðar ekki Múslimar - Þið lítið niður á okkur sem erum Kristinnar trúar og kallið okkur allskonar nöfnum - trúleysingja - heiðingja - villutrúarlið og annað slíkt. En hvernig í veröldinni getur ofstækismaður eins og þú komið fram fyrir almenning sem talsmaður trúar sem er í eðli sínu falleg og mannbætandi. Því það er Múhameðstrúin jú vissulega. Mér sýnist þú vera talsmaður ofbeldismanna sem fela sig á bakvið þessa fallegu trú.
Og Salman - ég nefndi hvorki Biblíuna né Kristna trú fyrr en núna - láttu bæði Kristna trú og Biblíuna í friði.
Sigurlaug - Lýðræðisvinur - Jurgen - Því miður er það svo að þessi maður var boðinn velkominn fyrir MJÖG mörgum árum síðan - enda þótt hann virðist ekki hafa haft fyrir því að læra málið bæði talar og skrifar það bjagað - hitt er þó verra að eitrið sem hann hefir ausið út úr sér er slíkt að það kemur mér ekkert á óvart sem hann setur frá sér hér fyrir ofan. Þetta er hinn sanni Salman - talsmaður Múslima á Íslandi (skilst mér) ykkur afbauð - fyrir mér er þetta bara framhald á ummælum hans hér á árum áður - ekkert bara um Ísraelsmenn. Við höfum líka fengið okkar skammta.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.