Bílbelti-slys-fjölmiðlar

Jafn rækilega og bílbeltanotkun hefur sannað gildi sitt - í yfirgnæfandi fjölda tilfella - er undarlegt að fólk skuli trassa notkun þeirra.

Sá sem hér skrifar hefur persónulega reynslu af hvorutveggja - annarsvegar að slasast illa vegna þess að belti var ekki notað og mörgum árum seinna að sleppa lifandi vegna þess að belti var notað.

Því miður virðast fjölmiðlar áhugalausir um forvarnir í umferðinni og hef ég sem Varaformaður Snigla rætt við þau þó nokkuð mörg sem tilheyra þeirri stétt. Áhugamál "fréttamanna" virðast vera upphlaup - slys - limlestingar og dauði.

T.d. er hlaupið á eftir 5 vörubílstjórum niður á Austurvöll en 1200 hjóla hópkeyrsla 1.5.08 vakti ekki áhuga þeirra og er það undarlegt í ljósi þess að sú keyrsla er til þess að minna fólk á það að hjólafólk er að koma út á göturnar. Vonandi verður hugarfarsbreyting hjá fjölmiðlum varðandi forvarnirnar - þá fækkar líka slysum - fjölmiðlar geta þá fjallað um forvarnarverkefni með lifandi fólki í stað þess að einblína á blóð - líkamsparta - örkuml og dauða.

Ólafur I Hrólfsson

 


mbl.is Fjórir af 11 ekki í bílbeltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband