Til hamingju með daginn "fréttamenn".

Góður dagur hjá fjölmiðlum - fullt af slysum -

Æði oft hef ég á síðastliðnu ári talað við fjölmiðlafólk og farið fram á það að fjölmiðlar kæmu að forvarnarmálum v. umferðarinnar. Enginn áhugi. Þegar 5 öskrandi bílstjórar mættu á Austurvöll var fjölmiðlaflóran mætt eins og venjulega þegar þeir voru á ferðinni. 01.05.08 var hópkeyrsla bifhjólafólks sem gjarnan er kennd við Snigla farin að venju. 1.200 hjól tóku þátt. Ástæða keyrslunnar er - bifhjólafólk er að koma í auknum mæli á göturnar - vinsamlegast taktu tillit til okkar - annað - við erum að hefja hjólasumar - förum varlega - tilmæli til allra - gerum okkar til þess að allir komist heilir heim í kvöld - öll kvöld.

Enginn fjölmiðill sá ástæðu til þess að gera þessari uppákomu nein viðunandi skil - ekki einn einasti - þrátt fyrir góð orð þar um dagana fyrir keyrsluna.

Fjölmiðlar vilja bara blóð - líkamsparta og dauða sem og uppþot og ofbeldi.

Þetta er sorgleg staðreynd. Því er það að dagurinn í dag hlýtur að vera vinningsdagur hjá "fréttamönnum".

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Hellisheiði lokuð vegna slysa við Hveradali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei Ólafur. Fréttamenn eru ekki slík skrímsli, þeir eru bara að vinna sína vinnu og flytja þær fréttir sem fólk vill hverju sinni. EKKI að fólk kjósi slys og slæm tíðindi, ALLS EKKI en vill þó vita af þeim komi þau fyrir. Þannig er það bara.

Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:57

2 identicon

og þess vegna verða þeir að segja slysa og hörmungarfréttir t.d. af umferðaslysum eða morðum í Afríku ef ekkert er að hafa hér. Vertu ekki með þennan barnaskap. Þú trúir því varla að ekkert gott gerist sem væri gaman að frétta af -

ég er búinn að tala við margt af þessu fólki - ég gat þó komið að gagnrýni á þessi vinnubrögð í viðtali sem að mig minni Reykjavík síðdegis átti við mig í sumar - stjórnandinn var nógu stór karakter til þess -

Hann er eryndarþáttagerðamaður ekki fréttamaður - fyrirgefðu - enginn fréttamaður hefur ljáð þessari gagnrýni eyra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband