Eiga aðrir ekki að axla neina ábyrgð??

Hér er einn af stóru þáttunum

Íslenska fjármálaeftirlitið hefur legið undir ámæli ásamt Seðlabankanu.

Bera til svarandi stofnanir í Bretlandi - Hollandi - Þýskalandi - Noregi - Svíþjóð - Lúxemburg og Danmörku enga ábyrgð? Eiga þeir ekki að fylgjast með fjármálastarfssemi hver í sínu landi? Hversvegna tóku þeir ekki í taumana fyrst þeir VISSU að bankarnir voru komnir út fyrir öll velsæmismörk í stærðum?

Átti Fjármálaeftirlitið okkar og Seðlabanki Íslands ein og sér að hafa eftirlit í öllum þessum löndum. Sumir vilja gabga á milli bols og höfuðs á Davíð Oddssyni - hvað með seðlabankastjóra þessara landa og aðra eftirlitsaðila þar? Er þá ekki rétt að hafa þá í pakkanum líka? Og ef þeir allir hafa brugðist - hversvegna eigum við þá ein þjóða að axla ábyrgðina og sitja undir afarkostum þessara þjóða sem skáka í skjóli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - sem neitaði okkur um sambærilega aðstoð og aðrar þjóðir sem næst okkur eru voru að fá.  - Það er líka mál sem ég er ósáttur við að sé ekki skoðað.

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband