Áfram Reykjavík

Tek undir hvert orð Halls Magnússonar.

Þegar Davíð Oddsson byggði Perluna var samdráttarskeið - vara/aðstoðar borgarstjóri Kaupmannahafnar var á ferðinni hér um það leiti og sagði - þetta er það sem við eigum að gera í Kaupmannahöfn - ríki og sveitarfélög eiga að fara í framkvæmdir á samdráttartímum en draga sig í hlé þegar þensla er - þetta eru engin ný sannindi - Vestmannaeyjar tóku þennan pól í hæðina núna og vonandi verður það sama uppi á teningnum hjá fleiri sveitarfélögum. Ef allir pakka í vörn og tala framkvæmdagleðina á kaf - eyða kröftum sínum bara í að finna leiðir til þess að fá niðurfellingu skulda endar það með því að sveitarfelögin tala sig á ríkið og það endar með því að rikið lendir á ......... Ja hverjum????????   Það var gaman að sjá stjórnunaraðferðir Hönnu Birnu og þróun þeirra - þetta er svona svipað og hjá hreppum úti á landi þar sem kjörnir fulltrúar vinna allir saman að framgangi sveitarfélagsins. Sú staðreynd að minnihlutinn gugnaði á lokasprettinum er sorgleg en svosem ekkert óvænt. Framtak hennar og meirihlutans er hið sama og ber að þakka.

Ólafur I Hrólfsson


mbl.is Áhyggjur af greiðsluþroti sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér datt í hug að setja þetta með - þetta eru afleiðingar þess að gera ekkert annað en að rífa niður - tala niður - sem sagt svartnættis - úrtöluvæl ásamt því að vera með geðveikan forseta.

Vinstri stjórn hvað - stjórnarslit og stjórnarkreppa hvað? 

Simbabve: Nýir seðlar gefnir út Seðlabanki Simbabve gaf í gær út nýja seðla. Verðgildi þeirra eru 20 og 50 miljarðar simbabvedollara.

Fyrir hærri upphæðina er hægt að kaupa þrjú dagblöð. Í síðasta mánuði var gefinn út 10 miljarða seðill. Verðbólgan í Simbabve hefur um langt skeið verið geigvænleg. Í ágúst á liðnu ári var verðgildi hæsta peningaseðilsins 100 miljarðar en þá voru 10 núll skorin af dollaranum. Hann varð 10 dollarar en verðbólgan hefur haldið áfram. Seðlarnir eru ekki mjög algengir því þær fáu verslanir sem eftir eru og jafnvel opinberar stofnanir krefjast greiðslu í erlendum gjaldmiðlum.

Eru margir hér á landi sem vilja kjafta okkur í áttina að þessu með neikvæðni og öðru rugli ??

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband