HANN ÆTTI AÐ VITA ÞAÐ
28.1.2009 | 08:10
Hann tók þátt í henni og ekki aðeins það - hann var einn af stjórnndunum - herforingjunum.
Og hvað er svo nýtt??
Vill hann annað tækifæri eða ætlar hann að skila peningunum t.d. 280 milljörðunum - það er alveg marktæk atlaga .
Ólafur I Hrólfsson
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ömurlegur fyrirsláttur í manninum. Ef lausafjárstaðan hefði verið í lagi og ef bankinn hefði skipulega losað um og selt eignir frá því árið áður þá hefðu þeir kannski getað staðið þetta af sér. Var það gert? Nei. Það voru auk þessa margir búnir að benda á að eitthvað væri bogið við þessa banka og síðan rættust þær spár, án þess að nokkuð skuldatryggingasvindl þyrfti að koma til.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:59
En það sem gæti verið áhugavert í þessu er það að hann gæti hafa fært Íslendingum vopn í hendur. Mér skilst (tek fram að ég er ekki löglærður) að þessháttar viðskipti sem áttu sér stað í Kaupþingi rétt fyrir hrun gætu vel verið ólögmæt. Ef Deutsche Bank, einn lánadrottna bankans gerði kröfu um, og fékk fram slíkt athæfi ætti þá með lagakrókum ekki að vera hægt að útiloka Deytsche Bank frá einhverjum kröfum og eiga þá á móti kannski meira upp í Icesave? En hvað veit maður svosem...
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:09
ef gjörningar þeirra voru "bara" siðlausir en ekki ólöglegir - þá eru lögin röng
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.