Fyrirgreiðsla

Var nokkuð verið að kjósa um forgang í verktöku hjá borginni - eitthvað borð- eða gólfliggjandi?

Annars er ljóst að Þorleifur hefur gott næði til þess að kasta rýrð á flokkssystur sína ( sem hann verður væntanlega varamaður fyrir ) enda hefur mæting hans á fundi á vegum borgarinnar verið rýr - var í neðsta sæti samkvæmt lista sem var birtur fyrir nokkru síðan.


mbl.is Ágreiningur eftir forval VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég að lesa það rétt að þér finnist ekkert að þessum vinnubrögðum? Þetta eru eiginlega vinnubrögð sem ég hefði búist við af Sjálfsstæðisflokknum. Það er einfaldlega ekki hægt að treysta að það hafi ekki haft áhrif á kostningu manna að kjósa svona.

Það hefur bæði áhrif á menn að hann sem er að keyra atkvæðið þitt eigi möguleika á að skoða seðilinn sem og að hann geti bara "reddað" þeim sem kjósa "rangt".

Gunnar (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

það eiga að gilda sömu reglur fyrir ALLA frambjóðendur hvers flokks - þarna virðast skilaboð hafa farið á skjön - þá er við yfirkjörstjórn að sakast en ekki einstaka frambjóðanda -

reglur í Sjálfstæðisflokknum um meðferð kjörseðla eru strangar og farið eftir þeim í einu og öllu - enginn frambjóðandi þarf að vera í óvissu um þær reglur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.2.2010 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband