Stórir steypubíla

Skv mínum upplýsingum taka venjulegir steypubílar um 7 rúmmetra -

Stóru bílarnir sem aka steypu í brúna munu taka rúmlega 70 rúmmetra.

Hvaða stöð er með þessi ferlíki?

Skv. fréttinni er þá hver bíll með rúmlega 180 tonn af steypu.

Þetta hlýtur að fara illa með vegina - eða hvað?


mbl.is Steypa síðari hluta Hvítárbrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri gaman að sjá steypubíl sem tekur 70 rúmmetra af steypu eða um 175 tonn. Venjulegur steypubíll er um 12 - 14 tonn að eigin þyngd, ferlíki sem tekur um 175 tonn hlýtur að vera að ninnsta kosti 30 - 40 tonn eigin þyngd. Samtals mun því bíll og farmur vega vel yfir 200 tonn. Hámark öxulþunga er um 10 tonn svo ferlíkið þarf að hafa minnst tuttugu hásingar!

Vandamálið er að heildarþyngd ökutækis með farmi má þó ekki fara yfir að mig minnir um 40 tonn, þá er átt við bíl + vagn + farmur.

Steypa sem flutt væri í steypubíl sem gæti tekið 70 rúmmetra af steypu mundi eyðileggjast fljótt, aðskilnaður í steypunni myndi gera hana ónýta!

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gleymdi niðurlaginu; það er ótrúlegt þekkingaleysi frétta mann á stundum.

Látum nú vera þó þeir hafi ekki þekkingu á öllum málum sem þeir þurfa að fjalla um, sá fréttamaður sem það gerði væri sammkallaður ofurfréttamaður.

Því eiga fréttamenn að kanna og leita sér upplýsinga þegar þeir fjalla mál sem eru þeim framandi.

Það er engum skömm að leita sér þekkinga, skömmin er meiri þegar menn sem vinna við að miðla upplýsingum opinbera þekkingarleysi sitt!

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2010 kl. 09:00

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Gunnar.

En það gæti nú verið gaman að sjá slíkt ofurfarartæki.

Hmm 200 tonn - eins gott að verða ekki fyrir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband